Vetrarbrautir, þokur og þyrpingar

„Orion þokan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er stór og björt þannig að hún sést  með berum augum. Hún er síðan glæsileg í handsjónauka og stórglæsileg í stjörnusjónauka, því þá fer maður að greina liti,“ segir Gísli Már Árnason, en hann verður með fyrirlestur í Skátamiðstöðinni nú á fimmtudagskvöld kl. 19.30.  Fræðslukvöldið er eins og venja er til opið öllum 16 ára og eldri.

a-350Það er ekki laust við að Gísli verði dreyminn í röddinni þegar hann lýsir Orion og verður spennandi að heyra meira á fimmtudag. Gísli er í stjórn Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og hefur haldið slíkar kynningar áður. Best þykir honum þegar hann veit hve margir mæta, því þá getur hann verið viðbúinn og mætt með fleiri sjónauka því helst vill hann geta leyft flestum að horfa til stjarnanna með góðum sjónauka. „Það er ekki auðvelt þegar mæta 150 manns þegar von er á 15,“ segir hann og við hvetjum alla til að skrá sig á viðburðaskráningu skáta  /  Skráningin er hér

Veðurspáin fyrir fimmtudag er góð og hvetur Gísli alla til að mæta hlýlega klædda. Fræðslan verður að vísu að miklu leyti innanhúss og þar verður einnig boðið upp á kakó og piparkökur.  „Við förum yfir þetta helsta,“ segir hann. „Vetrarbrautir, þokur og þyrpingar. Sólin, tunglið og stærstu stjörnurnar.“

Gísli segir mikilvægt að vera með góðan sjónauka þegar horft er til stjarnanna og hann mun gefaþeim sem áhuga hafa á að horfa meira til stjarnanna góð ráð um hvað best er að hafa í huga við val á slíkum grip.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar