Vertu úti í sumar

Útilífsskóli skáta fyrir börn á aldrinum 8-12 ára er að byrja. Á dagskránnni er útieldun, klifur, rötun, skyndihjálp og margt fleira.
Áskoranir

Áskoranir

Tíu skátafélög á höfuðborgarsvæðinu halda útilífsnámskeið og því auðvelt að finna námskeið sem er í næsta nágrenni. Þó útfærslur skátafélaganna geti verið mismunandi er haft að leiðarljósi að upplifun þáttakanda sé jafn skemmtileg og skátaleg sama hvaða félag verður fyrir valinu.

Nánari upplýsingar og skráning er á www.utilifsskoli.is

Þjálfaðir leiðbeinendur sjá um námskeiðin

Starfsmenn útilífsnámskeiða skáta eru í nær öllum tilfellum skátar með margra ára reynslu af starfi með börnum, en til að setja alla í rétta gírinn fyrir sumarið voru haldin tvö námskeið fyrir starfsmenn fyrstu dagana í júni, annars vegar fyrir stjórnendur og hins vegar almenna starfsmenn. Þá er einnig skilyrði að starfsmenn hafi sótt skyndihjálparnámskeið.

Tvær vikur og útilega

Skátafélögin í Reykjavík bjóða uppá tveggja vikna námskeið og í lok hvers námskeiðs er farið í einnar nætur útilegu í nágrenni í Reykjavíkur. Sumir krakkarnir eru að fara í sínar fyrstu útilegu og takast á við þau verkefni sem því fylgja. Þau taka þátt í alvöru skátakvöldvöku með varðeldi og sofa í tjaldi með jafnöldrum sínum.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar