Vefritstjórn

Vefritstjórn skáta er skipuð fimm manns sem allir eru virkir í aðkomu að vefjum skáta og samfélagsmiðlum með einum eða öðrum hætti. Í vefritstjórn eiga sæti fulltrúar úr upplýsingaráði, frétta- og samskiptamiðlateymi og  vef- og útgáfuteymi ásamt starfsmönnum Skátamiðstöðvar.

Í vefritstjórn sem tók við í september 2015 eru:

  • Heiður Sigmarsdóttir, tengiliður upplýsingaráðs við stjórn BÍS,
  • Jón Halldór Jónasson, sem leiðir frétta- og samskiptamiðlateymi
  • Guðmundur Pálsson, sem leiðir vef- og útgáfuteymi
  • Eva Rós Sveinsdóttir, þjónustustjóri Skátamiðstöðvar
  • Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri BÍS, eða fulltrúi með umboð hans.

Stærri ákvarðanir eru teknar innan hópsins alls til að tryggja samstöðu um þróun vefja og áherslur í vefmiðlun. Til að skapa aukinn slagkraft og virkni verða starfandi tvö teymi:

  • vefstaerd-verkaskipting-vefFrétta- og samskiptamiðlateymið viðheldur lifandi fréttum á vefnum og heldur utan um samskiptamiðla. Hann tengist þeim sem eru í því hlutverki út í skátafélögum.
  • Vef- og útgáfumennin viðhalda vefnum og draga sér stuðning fyrir innihald almennra vefsíðna. Í hópnum eru einnig þeir sem halda utan um ýmis útgáfu mál. Hugsunin með því er að skapa góðar tengingar vefs og annars útgáfuefnis.

 

Vefstjórnin kemur sér saman um vinnulag og hvernig hún hittist. Haldið er um ákvarðanir með formlegum hætti og vefstjórnin gerir sér verkefnaskrá og forgangsraðar sameiginlega. Unnið er eftir vef- og fréttastefnu. Meginmarkmið með vefnum eru að hann sé aðgengilegur, áhugaverður og gagnlegur  fyrir skáta og aðra sem áhuga hafa á skátastarfi.

Til að ná til stærri hóps sem bakhjarla fyrir vefmál, fréttaöflun og samskiptamiðlavinnu stendur vefritstjórnin, upplýsingaráð og Skátamiðstöð fyrir fræðslu og samráðsfundum fyrir þann hóp sem er að baki öllum vefjum skáta og samskiptamiðlum. Vefritstjórnin og starfsteymin leitast við að halda uppi viðvarandi samskiptum og miðlun innan þessa hóps.

 

Tengt efni: