Á stjórnarfundi 6. febrúar 2018 undir liðnum “Úrvinnsla úr vinnugögnum félagsforingjafundar 3. febrúar” var ákveðið að setja í gang nokkra vinnuhópa með tilheyrandi útköllum

1. Vinnuhópur um félagaþrennuna Tímabil: 3. mars – 31. maí 2018

Stjórn BÍS hefur undanfarið kynnt sér nýjungar sem Finnar eru að taka í notkun varðandi stjórnir skátafélaga og við köllum „félagaþrennuna“.

Í stuttu máli byggir félagaþrennan á því að í hverju skátafélagi eru þrír aðilar sem mynda innsta kjarna stjórnar, þ.e. félagsforingi, dagskrárforingi og sjálfboðaliðaforingi. Markmiðið er að dreifa ábyrgð innan félagsins skipulega og veita markvissari stuðning inn í félögin í gegnum þessi nýju hlutverk. Vinnuhópur um félagaþrennuna myndi skilgreina hvað felst í þessu verkefni, gera lýsingar fyrir hvert hlutverk og ábyrgðarsvið þess.

Almennur áhugi er meðal skátafélaga á þessu fyrirkomulagi og nokkur félög hafa lýst sig reiðubúin að prufukeyra félagaþrennuna.

Við leitum að öflugu fólki með áhuga/þekkingu á stjórnun skátafélaga, einkum á sviði:

· Mannauðsmála

· Dagskrármála og viðfangsefnum skátastarfs

· Félagsstjórnunar skátafélaga

Nánari upplýsingar veitir: Björk Norðdahl formaður fræðsluráðs, bjork@skatar.is Umsóknir sendist á netfangið veramemm@skatar.is

::Umsóknareyðublað má finna hér.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2018.

Fulltrúar úr stjórn BÍS skipa í vinnuhópinn og umsækjendum verður svarað fyrir 3. mars nk.

2. Vinnuhópur um fræðslu og námskeið

Tímabil: 3. mars – 31. maí 2018

Hvernig námskeið eiga að vera í boði á vegum BÍS?

Hópurinn vinnur að því að þróa innihald fræðslu og uppbyggingu námskeiðahalds. Fræðslan er ætluð skátum frá 16 ára aldri til að búa þá undir foringjastörf sem og að styrkja eldri foringja í starfi.

Við leitum að öflugu fólki með áhuga/þekkingu á skátastarfi.

Æskileg er að umsækjendur hafi reynslu af einhverju af eftirfarandi:

· Reynsla af foringjastörfum í skátastarfi

· Reynsla af kennslu á námskeiðum

· Þekking á uppeldis/kennslufræðum

Nánari upplýsingar veitir: Harpa Ósk Valgeirsdóttir formaður dagskrárráðs harpa@skatar.is Umsóknir sendist á netfangið veramemm@skatar.is

::Umsóknareyðublað er að finna hér.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2018.

Fulltrúar úr stjórn BÍS skipa í vinnuhópinn og umsækjendum verður svarað fyrir 3. mars nk.

3. Vinnuhópur um einföldun á stjórnskipulagi BÍS

Tímabil: 3. mars – 15. febrúar 2019

Í dag starfa 7 ráð með 4 kjörnum fulltrúum ásamt formanni sem einnig situr í stjórn BÍS. Á félagsforingjafundi í febrúar sl. kom í ljós að margir telja að kerfið okkar gæti verið skilvirkara. Markmið þessa vinnuhóps verður því að finna leiðir til að einfalda stjórnskipulagið og „minnka báknið”.

Við leitum að öflugu fólki með áhuga á að einfalda stjórnskipulag BÍS.

Æskileg er að umsækjendur hafi reynslu af einhverju af eftirfarandi:

· Áhugi/þekking á stjórnun og skipulagi félagasamtaka

· Þekking á starfsemi skátafélaga og Bandalagi íslenskra skáta

Nánari upplýsingar veitir: Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi marta@skatar.is Umsóknir sendist á netfangið veramemm@skatar.is

::Umsóknareyðublað má finna hér.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2018.

Fulltrúar úr stjórn BÍS skipa í vinnuhópinn og umsækjendum verður svarað fyrir 3. mars nk.

4. Vinnuhópur um endurskoðun á skátabúningnum

Tímabil: 3. mars – 15. febrúar 2019

Mikil umræða hefur verið um íslenska skátabúninginn. Markmið verkefnisins er að gera skátabúninginn að samstöðutákni íslenskra skáta og jafnframt sýnilegan í íslensku samfélagi með það að markmiði að fleiri ungmenni gerist merðlimir í skátahreyfingunni og upplifi skátaævintýrið.

Vinnuhópurinn mun vinna eftir ferli sem miðar því að svara spurningunni „Hvernig vilja íslenskir skátar að skátabúningurinn verði í framtíðinni og hvenær vilja þeir nota hann“? Miðað er að því að koma með tillögur að nýjum skátabúning. Ef nýja hugmyndin verður samþykkt af 2/3 hluta atkvæða á Skátaþingi 2019 fer skátabúningurinn í framleiðslu og sölu og verður opinber búningur íslenskra skáta sem starfa undir merkjum Bandalags íslenskra skáta. Sjá nánar drög að vinnuferli um skátabúninginn.

Auglýst er eftir:

Ráðgjöfum með menntun, reynslu og þekkingu:

· Á sviði hönnunar

· Á sviði markaðsmála/ímyndarmála

Jafnframt er auglýst eftir 6 rekka- og róverskátum.

Skátarnir skulu vera aðilar sem þykja vera til fyrirmyndar í skátastarfi og hafa brennandi áhuga á að nútímavæða ímynd skátastarfs til að hreyfingin vaxi og dafni.

Nánari upplýsingar veitir: Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi marta@skatar.is Umsóknir sendist á netfangið veramemm@skatar.is

::Umsóknareyðublað má finna hér.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2018.

Fulltrúar úr stjórn BÍS skipa í vinnuhópinn og umsækjendum verður svarað fyrir 3. mars nk.