Jakob Guðnason hefur verið ráðinn staðarhaldari Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni og mun hann hefja störf 1. febrúar n.k.

Jakob hefur starfað lengi í skátahreyfingunni og gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hann var í núverandi stjórn BÍS en hefur nú sagt sig frá þeim störfum.

Jakob hefur fjölbreytta starfsreynslu og kemur úr starfi sem afgreiðslustjóri hjá Set hf. Hann starfaði sem dagskrárstjóri við Útilífsmiðstöð skáta á árunum 2010-2013.

Skátar bjóða Jakob velkominn til starfa.