Upplýsingar um Alheimsmót skáta í N-Ameríka 2019

Bandalag íslenska skáta fer með fararhóp á 24. Alheimsmót skáta sem verður haldið í Bandaríkjunum sumarið 2019. Nánar tiltekið í Summit – Bectel Reserve í Vestur Virginíu. Fararstjórar eru Jóhanna Björg Másdóttir og Ásgeir R. Guðjónsson ásamt fleiri skátum, fjöldi fararstjóra fer eftir stærð hópsins sem fer á mótið. Á heimasíðu mótsins má lesa meira um svæðið.

Mótið er frá 22. júlí – 2. ágúst 2019, íslenski fararhópurinn áætlar að fljúga út 21. júlí og koma heim 5. ágúst 2019. Stefnt er að því að fara beint á mótssvæðið með flugi til Washington og rútuferð þaðan á mótssvæðið. Eftir mótið er áætlað að fara í hópgistingu í Washington þar sem við ætlum að skoða borgina og hafa gaman.

Mótsvæðið er sérstaklega byggt af Boy Scout of America til að halda stórmót. Áhersla svæðisins er útivera og sjálfbærni og er svæðið útbúið með það að leiðarljósi. Á alheimsmót skáta koma ca 45.000 manns frá ólíkum menningarheimum til þess að kynnast nýrri menningu, afþreyingu og fólki.

Íslenskir skátar þurfa ESTA áritun áður en farið er. ATH. Ef einhverjir íslenskir skátar í hópnum eru LÍKA með ríkisfang frá Írak, Íran, Sýrlandi og Súdan þurfa þeir að sækja um fulla vegabréfsáritun.

Forskráning er hafin á https://skatar.felog.is. Hver skáti þarf að vera skráður í skátafélag til að geta tekið þátt í ferðinni.

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur staðfesti skráningu í febrúar/mars 2018 með því að hefja greiðslur. Staðfestingargjald er 45.000 kr sem greiða þarf fyrir 10. apríl 2018 til að hægt sé að staðfesta pláss. Útfærslur vegna greiðslna fer alfarið í gegnum skrifstofu Skátamiðstöðvarinnar.

Gert er ráð fyrir að IST staðfesti skráningu í mars/apríl 2018 með því að gera greiðsluáætlun. Staðfestingargjald þarf að greiðast innan mánaðar eftir að umsókn um IST er staðfest af fararstjórn. Útfærslur vegna greiðslna fer alfarið í gegnum skrifstofu Skátamiðstöðvarinnar. Greiðsla sveitarforingja er í samráði við fararstjórn og Skátamiðstöðina.

 

:: Hér má sjá kynningu um mótið frá íslensku fararstjórninni.

:: Hér má sjá upplýsingabréf til þátttakenda

:: Hér má sjá upplýsingabréf til IST

:: Hér má finna auglýsingu sem hægt er að prenta út

:: Hér má finna glærur frá foreldrafundi 7. nóvember

 

Hverjir geta tekið þátt?

Þátttakendur eru skátar sem eru fæddir á bilinu 22. júlí 2001 – 21. júlí 2005. Það er því miður ekki hægt að gera undanþágur frá þessum dagsetningum. Þeir sem hafa áhuga á að vera sveitarforingjar á mótinu verða að vera fæddir fyrir 21. júlí 1999. Þeir sem ætla sem starfsmenn (IST) verða að vera fæddir fyrir 21. júlí 2001.

Hlutverk sveitarforingja eru margvísleg. Þetta er ábyrgðarhlutverk þar sem sveitarforingi vinnur í 4 manna teymum og eru lykilmenn í undirbúningi og stemningu hópsins. Sveitarforingjar vinna í nánu samstarfi við fararstjórn. Hver flokkur er 9 skátar auk sveitarforingja. Í hverri sveit eru fjórir flokkar. Undirbúningur fyrir mótið fer mikið fram á Facebook þar sem sveitirnar verða með lokaðar síður til að kynnast og ræða málin. Gert er ráð fyrir því að sveitirnar hittist að minnsta kosti þrisvar sinnum áður en farið er út.

Þeir sem hafa áhuga á að vera sveitarforingjar eða í fararstjórn eru beðnir um að senda tölvupóst sem fyrst eða fyrir 10. apríl 2018 með upplýsingum um sjálfa/n sig, skátafélag, fyrri verkefni innan skátahreyfingarinnar, atvinna/skóli, aldur, heilsufar, mynd og ástæða umsóknar.

Fjöldi starfsfólks (IST) frá Íslandi á mótinu er fyrirfram ákveðinn. Hlutverk IST eru mjög misjöfn, en hver og einn forgangsraðar þremur hlutverkum sem hann óskar eftir að sinna á mótinu. Þar sem mikill fjöldi IST er á mótinu er ekki hægt að tryggja að unnt sé að verða við þessum óskum. Þeir sem eru forskráðir á mótið fá lista með þeim hlutverkum sem eru í boði. Möguleiki er að óskað sé eftir því að einhverjir fari út á undan hópnum vegna hlutverka sinna. Fararstjórn ætlar að skoða ferðatillögur IST hópsins þegar ljóst er hverjir verða í hópnum.

 

Greiðsluupplýsingar

Kostnaður er 460.000 krónur.

Almennir þátttakendur: 460.000 krónur.

Starfsmenn (IST): 440.000 krónur.

Aðalsveitaforingjar: 370.000

Astoðarsveitaforingjar: 370.000

Innifalið er mótsgjald (IST dagskrá ef þú ert starfsmaður), flug, ferðir til og frá flugvelli á erlendri grundu, einkenni, sameiginlegur búnaður, fararstjórn og fleira. Eftir mótið verður svo farið til Washington þar sem gisting og afþreying er innifalið. Fullt fæði allan tímann er innifalið, þ.e. á leiðinni frá flugvelli að mótssvæði, allt mótið, ferðir frá mótssvæði, í Washington eftir mót og á leiðinni að flugvelli fyrir heimferð.

Staðfestingargjald er 45.000 kr. og er óafturkræft.

Ef hætt er við ferð er endurgreitt sem hlutfall af eftirstöðvum (mínus staðfestingargjald). Tíu mánuðum fyrir mót fæst 100% (mínus staðfestingargjald), sex mánuðum fyrir mót 50% mánuði osfrv. Ekki er möguleiki á endurgreiðslu eftir 1. júní 2019.

Athugið:

Innheimta á ferðakostnaði mun fara fram með greiðsludreifingu í skráningarkerfinu. Fullt gjald að frádregnu staðfestingargjaldi verður hægt að dreifa á allt að 11 jafnar greiðslur á greiðslukorti eða greiðsluseðlum. Athugið að greiðsluseðlagjald kr. 390,- bætist við hverja greiðslu ef greitt er með greiðsluseðlum.

Greiðsla á staðfestingargjaldi jafngildir rafrænu samþykki forráðamanns/þátttakanda.

 

Eftirfarandi verð er kynnt með fyrirvara um breytingar:

Greiðsluáætlun (miðast við skráningu fyrir 10. apríl 2018):

Heildarverð kr.  460.000,-

Staðfestingargjald kr.     45.000.-

 

1..maí 2018 34.583,-
1. júní 2018 34.583,-
1. júlí 2018 34.583,-
1. ágúst 2018 34.583,-
1. september 2018 34.583,-
1. október 2018 34.583,-
1. nóvember 2018 34.583,-
1. desember 2018 34.583,-
1. janúar 2019 34.583,-
1. febrúar 2019 34.583,-
1. mars 2019 34.583,-
1. apríl 2019 34.587,-

 

 

Forskráning er hafin. Viltu nánari upplýsingar? Hafðu samband: Jamboree2019@skatar.is

 

Hægt er að fylgjast með hópnum á facebook og á skatamal.is á meðan á ferð stendur.