Upplýsingar um Alheimsmót skáta í N-Ameríka 2019

Fjórða hvert ár er haldið heimsmót skáta á mismunandi stöðum í heiminum og sumarið 2019 verður haldið 24. heimsmót skáta í N-Ameríku, nánar tiltekið í Bandaríkjunum. Á heimasíðu mótsins má lesa meira um svæðið.

Mótið sjálft hefst 22. júlí 2019 og lýkur 2. ágúst 2019.

Bandalag íslenskra skáta mun senda íslenska þáttakendur á mótið. Þar verða rúmlega 40.000 skátar frá öllum heimshornum. Það eru fleiri lönd á heimsmóti en á Ólympíuleikunum.

 

Hverjir geta tekið þátt?

Skátar 14-17 ára, fæddir milli 22. júlí 2001 og 22. júlí 2005 geta tekið þátt sem almennir þátttakendur.
Foringjar sem hafa náð 18 ára aldri þann 22. júlí 2019 hafa þrjá möguleika á að sækja mótið:
Starfsmaður mótsins (IST)
Sveitarforingi (þurfa að hafa náð 20 ára aldri)
Fararstjórn Íslands (CST) (þurfa að hafa náð 20 ára aldri).

 

Greiðsluupplýsingar

Kostnaður er 460.000 krónur.

Almennir þátttakendur: 460.000 krónur.

Starfsmenn (IST): 440.000 krónur.

Aðalsveitaforingjar: 370.000

Astoðarsveitaforingjar: 370.000

Innifalið er mótsgjald, flug, ferðir til og frá flugvelli á erlendri grundu, einkenni, sameiginlegur búnaður, fararstjórn og fleira. Einnig er innifalin gisting, matur og dagskrá fyrir og eftir mót.

Staðfestingargjald er 45.000 kr. og er óafturkræft.

Ef hætt er við ferð er endurgreitt sem hlutfall af eftirstöðvum (mínus staðfestingargjald). Tíu mánuðum fyrir mót fæst 100% (mínus staðfestingargjald), sex mánuðum fyrir mót 50% mánuði osfrv. Ekki er möguleiki á endurgreiðslu eftir 1. júní 2019.

Athugið:

Innheimta á ferðakostnaði mun fara fram með mánaðarlegum kröfum í heimabanka samkvæmt greiðsluáætlun og mun krafan verða send á heimabanka forráðamanns sé þátttakandi undir 18 ára. Til að tryggja að greiðslan bókist inn á réttan þátttakanda er mikilvægt að greiða kröfuna en ekki millifæra upphæðina beint inn á reikning.

Greiðsla á staðfestingargjaldi jafngildir samþykki forráðamanns/þátttakanda.

 

Eftirfarandi verð er kynnt með fyrirvara um breytingar:

Greiðsluáætlun (ef skráð er fyrir 1. mars 2018):

Heildarverð kr.  460 þúsund

Staðfestingargjald kr.     45.000

 

1.mar.18              greiðast               32.000

1.apr.18               greiðast               32.000

1.maí.18              greiðast               32.000

1.jún.18               greiðast               32.000

1.júl.18                 greiðast               32.000

1.ágú.18              greiðast               32.000

1.sep.18              greiðast               32.000

1.okt.18               greiðast               32.000

1.nóv.18              greiðast               32.000

1.des.18              greiðast               32.000

1.jan.19               greiðast               32.000

1.feb.19               greiðast               32.000

1.mar.19              greiðast               32.000

1.apr.19               greiðast               eftirstöðvar

 

Forskráning er hafin. Viltu nánari upplýsingar? Hafðu samband: Jamboree2019@skatar.is

 

Hægt er að fylgjast með hópnum á facebook og á skatamal.is á meðan á ferð stendur.