Upplýsingaheimar

Vefritstjórn frá september 2015
Betri vefir skáta og virkari þátttaka á samfélagsmiðlum er mikilvægur þáttur í upplýsingamiðlun skáta. Um mitt ár 2013 skipaði stjórn BÍS stýrihóp til að fylgja eftir vefmálum, til að fá heildarsýn og samhæfingu á vefjum skáta, huga að veflausnum og ákveða hvaða leiðir fara eigi í rafrænni miðlun.

Hér er kynntur rammi verkefnisins og helstu þættir þess og árangur. Á annarri vefsíðu eru gagnlegar upplýsingar um innsetningu  efnis, skrif og myndvinnslu.

Upplýsinga- og samskiptaheimar skáta

Verkefnið heitir því afslappaða og hógværa nafni  Upplýsinga- og samskiptaheimar skáta – vefur og veflausnir.  Markmið þess er að byggja upp og treysta undirstöður fyrir upplýsingamiðlun skátahreyfingarinnar í gegnum vefmiðla hennar og þar er horft bæði til innra og ytra flæðis upplýsinga.

Leiðarljós er að allir skátar og leiðtogar í skátastarfi hafi aðgang að góðri og gagnvirkri upplýsingaþjónustu og stoðefni sem snertir hvaðeina sem viðkemur skátastarfi.  Út á við ætlar Bandalag íslenskra skáta (BÍS) að efla enn frekar öfluga upplýsingamiðlun til foreldra, almennings, styrktaraðila og stjórnvalda í þeim tilgangi að efla þekkingu þeirra á skátastarfi og auka áhuga þeirra á að styðja starfið og leggja því lið.

Stjórn BÍS skipaði í júní 2013 til tveggja ára stýrihóp til að leiða verkefnið og er Jón Halldór Jónasson formaður verkefnisstjórnarinnar. Auk hans eiga sæti í stýrihópnum þeir Benjamín Axel Árnason og Guðmundur Pálsson. Samstarfsaðilar stýrihópsins frá Skátamiðstöð eru Hermann Sigurðsson og Dagbjört Brynjarsdóttir. Frá hausti 2014 situr Gunnlaugur Bragi Björnsson einnig fundi stýrihópsins.

Verkefni Stýrihópsins

Eftirfarandi voru helstu verkefnin sem stýrihópurinn fékk til úrlausnar:

Vefir: Skoða á nýja nálgun efnis á vefnum skatar.is.  Stýrihópurinn hefur umboð til að skoða nýtt notendaviðmót og vefumsjónarkerfi, sem og hvernig haldið verði best utan um rekstur vefsins.  Einnig þarf að skoða heilstætt alla upplýsingarvefi skátastarfs.

Samskiptamiðlar: Stýrihópurinn skoði hvernig best verði háttað notum skáta af samskiptamiðlum og samspil þeirra við vefsíður skáta.

Skráningakerfi og póstlistar: Skoða á hvernig nýta má skráningakerfi, félagatal og póstlista BÍS til að efla þjónustu á vef og auka heimsóknir á vefi og samskiptamiðla.

Dagskrárvefur:  Efla þarf og skipuleggja betur dagskrárvefinn þannig að hann styðji enn betur við skátastarfið.

Skátamál hafa komið út með rafrænum hætti um skeið. Læra á af reynslu þess og bæta um betur ef mögulegt er.

Ljósmyndasafn þarf að vera aðgengilegt, bæði til að setja inn efni sem og að skoða. Ungt fólk sækir í myndir og því þarf að rækta þennan þátt með tilliti til þess hvað vekur áhuga.

Vídeó af skátastarfi er óplægður akur hjá okkur. Koma þarf þeim fyrir í aðgengilegu safni, sem og með tengingum á viðeigandi síður innan meginvefs.

Meira um verkefni stýrihópsins er í erindisbréfi hans >  erindisbref_5juni2013_undirritad

Hvað hefur verið gert?

Hér er yfirlit yfir helstu samskipti og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við stýrihópinn (haldið er utan um minni verkefni í Trelló verkefnaveflausn Skátamiðstöðvar):

Tengiliðir og samskipti

Allar almennar ábendingar sendist til skatar@skatar.is

Ábendingar um vefhönnun sendist til vefhönnuðar,  Guðmundar Pálssonar á netfangið gudmundur@digital.is

Stýrihópur vefmála:

–          Jón Halldór Jónasson, formaður, sími 664 8918,  jon.halldor.jonasson@gmail.com

–          Guðmundur Pálsson, sími 696 4063,  gudmundur@digital.is

–          Benjamín Axel Árnason, sími  896 0999 ; benjamin@pacta.is

Fulltrúar Skátamiðstöðvar með stýrihópi:

–          Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS, sími 550 9800  , hermann@skatar.is