Ungt fólk fylkir liði á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi verður fagnað þann 19. júní næstkomandi. Landssamband æskulýðsfélaga, Æskulýðsvettvangurinn og Afmælisnefndin vilja hvetja ungt fólk til að mæta á Austurvöll.

Gengið verður fylktu liði frá Kvennaskólanum inn á Austurvöll þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun ávarpa hátíðarfundinn.

Safnast verður saman við Miðbæjarskólann (Kvennaskólann) klukkan 15:30 og mun ávarpið hefjast klukkan 16:00.

Æskulýðsfélög eru hvött til að mæta með fána samtakanna eða merkt á annan máta.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar