Ungmennaráð heldur opinn fund á Selfossi

Kæri skáti,
Fyrir hönd ungmennaráðs Bandalags íslenskra skáta vil ég bjóða þér á fund næstkomandi mánudag kl. 20:00 í skátaheimili Fossbúa á Selfossi.

Ýmis umræðuefni verða tekin fyrir:

  • Hver eiga markmið ungmennaráðs Bandalags íslenskra skáta að vera?
  • Hvernig getum við sem ungir skátar bætt skátastarfið?
  • Hvernig viljum við sjá framtíð skátahreyfingarinnar?
  • Hugmyndir að viðburðum BÍS og skipulagningu þeirra

Þetta verður léttur og skemmtilegur fundur þar sem ofantalin umræðuefni verða tekin fyrir ásamt hressum leikjum.

Okkar starf í ungmennaráðinu er að koma ykkar skoðunum og hugmyndum á framfæri.

Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara!

Vonumst til að sjá þig á mánudaginn.

Skátakveðja,

Bergþóra Sveinsdóttir, formaður ungmennaráðs BÍS

:: Sjá einnig viðburð á dagatali Skátamála

:: Sjá frétt um fund Ungmennaráðs á Akureyri 10. janúar

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar