Ungir Talsmenn hópurinn leitar að leiðbeinendum!

Ungir Talsmenn er námskeið fyrir rekka- og róverskáta á vegum Upplýsingaráðs og Ungmennaráðs Skátanna.

Markmið námskeiðsins er að hvetja ungt fólk til áhrifa og auka sjálfstraust einstaklinga með þjálfun og kennslu til að koma fram á opinberum vettvangi til dæmis í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur og þátttakendur ætla einnig að skoða saman áhrifamikla notkun á miðlum og nýjungar í notkun samfélagsmiðla. Með þessari þjálfun mun námskeiðið gera skáta hæfa til að vera samfélagsmiðafulltrúar fyrir skátafélag eða skátahópa. Leiðbeinendahópur ungra talsmanna leitar að fólki með brennandi áhuga eða reynslu af fjölmiðlum, samfélagsmiðlum eða samskiptum til þess að ganga til liðs við skipulagshópinn.

Áhugasamir skulu hafa samband í netfangið berglind@skatar.is fyrir 4. október.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar