Undirbúin andlega og líkamlega

Hjolavidgerdir_01„Það skiptir mestu máli að vera vel undirbúin andlega og líkamlega,“ segir Hafdís Jóna Sigurjónsdóttir einn skátanna sem ætlar að hjóla hluta leiðararinnar til Akureyrar á Landsmót. Aðspurð um önnur atriði sem skipti máli í fyrir svona ferð segir Hafdís mikilvægt að æfa sig, fá einhvern með sér, skemmta sér og taka með sér nesti.

Hópurinn leggur af stað á miðvikudag og hjólar utan alfaraleiðar, en þau völdu leið yfir Arnarvatnsheiði. „Ekki gott að hjóla þar sem er mikil bílaumferð,“ segir Hafdís.  Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið og eftir nokkrar æfingaferðir eru þau reynslunni ríkari. „Við höfum mest hjólað á malarvegum til að búa okkur undir ferðina,“ segir Hafdís.

Í síðustu viku fóru þau á reiðhjólaverkstæði og stilltu reiðfákana. „Við hjóluðum út á Granda í rigningu og roki,“ segir Hafdís og þar fengu þau góðar móttökur. „Við lærðum að stilla hjólin, gírana og bremsurnar.“ Þau eru við öllu búin og hafa með sér auka keðjur og slöngur. „Alltaf betra að hafa varann á,“ segir þessi hressi hjólreiðaskáti.

Tengd frétt:  Hjóla norður á Landsmót skáta á Akureyri

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar