Una Guðlaug leiðir dagskrárráð

Una Guðlaug Sveinsdóttir tekur sæti í stjórn Bandalags íslenskra skáta þar sem hún mun leiða dagskrárráð skáta næstu þrjú árin. Þegar kom að kosningum að kosningum á skátaþingi var upplýst að mótframbjóðendur höfðu allir dregið framboð sín til baka og var Una Guðlaug því sjálfkjörin.
Óframfærni unglingurinn er kominn í stjórn BÍS

Óframfærni unglingurinn er kominn í stjórn BÍS

Una Guðlaug er frá Akureyri þar sem hún byrjaði í skátunum. Hún hefur undanfarin þrjú ár verið félagsforingi Hraunbúa í Hafnarfirði, en lét af því starfi nýlega. Hún er 29 ára og stundar meistaranám í nytjaþýðingum við Háskóla Íslands.

Óframfærnasti unglingurinn norðan heiða

Í ræðu sinni þegar ljóst var að hún væri sjálfkjörin sagðist Una hlakka mikið til samstarfsins framundan. Hún sagði það vera mikilvægt að skapa aðstæður þar sem að allir skátar fái notið sín og nái að blómstra á eigin forsendum. Í skátunum væru mörg góð tækifæri til að efla einstaklinga og hvetja þá til dáða og tók Una dæmi af sjálfri sér. „Ég var óframfærnasti unglingurinn norðan heiða,“ sagði hún um fyrstu ár sín í skátastarfi og síðar hefði hún orðið „þöglasti nýliðinn í björgunarsveitarstarfinu“.

Una sagði mega þakka breytinguna sem hefði orðið hjá sér þátttöku sinni í skátastarfi en hún hefði í starfinu öðlast sjálfstraust og væri í dag óhrædd við að stíga í pontu. Í skátastarfi væri stuðningurinn í jafningjahópnum gríðarlega mikilvægur, en einnig stuðningur foringjanna við skátana og svo einnig  – stuðningur stjórnar og eldri skáta. Loks væri stuðningur bandalagsstjórnar nauðsynlegur og þar ætlaði hún að beita sér á næstu árum og njóta þeirrar góðu tilfinningar að sjá skátana dafna.

 

Mynd hér fyrir neðan fyrir fjölmiðla:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar