Í dag á skátaþingi er umræðu- og vinnugleðin í fyrirrúmi. Þingið er skipulagt þannig að allir geti komið sjónarmiðum sínum að en meginþungi vinnunnar í dag er í umræðuhópum.
Jafnvel tveggja manna hópar
Jafnvel tveggja manna hópar

Umræðuefni eru fljölbreytt en auk lagabreytinga og stefnumótunar skáta til 2020, sem vissulega eru fyrirferðarmikil mál á þessu þingi, eru einnig eftirfarandi málefni tekin fyrir: Skátaheit, Landsmót skáta, World Scout Moot 2017, rekkaskátadagskrá, róverdagskrá, þjónusta BÍS, leiðtogaþjálfun, skátamál.is, Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og félagsráð.

Þingið er haldið í Fjölbrautarskólanum á Selfossi og taka rúmlega 150 þátttakendur þátt í þinginu með einum eða öðrum hætti.

Í fyrramálið verður formlegum aðalfundarstörfum fram haldið og þá verður kosið um ný lög og stefnumótun.

Fleiri myndir frá umræðu- og vinnugleði á skátaþingi eru á Facebook síðu skátanna.

Tengdar fréttir:

Umræðuhóparnir tóku á því sem brenna helst á skátum
Umræðuhóparnir tóku á því sem brenna helst á skátum