Lagabreytingatillögur 2014

skatathing_2014_merki_200pixÁ þessari síðu er haldið utan um þær lagabreytingatillögur sem fram koma vegna Skátaþings 2014.

Kynningarbréf frá stjórn BÍS

Kæri skáti!

Hér eru kynntar þær lagabreytingatillögur stjórnar BÍS sem lagðar verða fram á komandi Skátaþingi.

Stjórn BÍS hefur frá því á vordögum lagt mikla og vandaða vinnu í þetta heilstæða lagafrumvarp og notið liðsinnis lögmanna og annars fagfólk við að vinna það sem best.

Það er von okkar að breytingatillögur okkar og frumvarpið í heild sinni fái jákvæða umræðu og stuðning í skátafélagi þínu. Við höfum lagt okkur öll fram um að gera þetta þannig að það styðji áframhaldandi vöxt skátafélaganna í landinu og skátastarfi í landinu, okkur er það mikið í mun.

Við kynntum markmið vinnu okkar vandlega á félagsforingjafundinum í febrúar sl. og hér á vefsíðu Skátamála fljótlega eftir fundinn.

Auk tillagnanna um lagabreytingar í lagafrumvarpinu leggjum við samhliða fram þingsályktunartillögu um „Grunngildi Bandalags íslenskra skáta“, sem byggir á grunngildum alþjóðahreyfinga okkar og ítarlega er lýst í ritinu „Kjarni skátastarfs“ sem gefið var út fyrir nokkru.

Bæði lagabreytingatillögur okkar og þingsályktunartillagan eru liður í því að samræma starf okkar og stefnu betur alþjóðahreyfingum okkar.

Hér á vefnum eru bæði tenglar á lög og grunngildi alþjóðasamtaka okkar og tengill á núgildandi lög.

Jafnframt fylgja hér með í viðhengi greinargerð með annarsvegar lagabreytingatillögunum og hinsvegar þingsályktunartillögunni um Grunngildi Bandalags íslenskra skáta.

Vinsamlegast sendið okkur póst á stjorn@skatar.is ef einhverjar spurningar vakna eða nánari skýringa er þörf, saman getum við þokað skátastarfi í landinu fram á við og g við trúum því að þessi vandaða vinna okkar sé áfangi í þeirri vegferð.

Með skátakveðju, fh. stjórnar BÍS

Hermann Sigurðsson
framkvæmdastjóri

Fylgiskjöl með lagabreytingartillögum stjórnar BÍS:

:: Lög Bandalags íslenskra skáta – tillaga stjórnar fyrir Skátaþing 2014
:: Grunngildi BÍS – tillaga stjórnar fyrir Skátaþing 2014
:: Greinargerð með tillögum stjórnar BÍS um lagabreytingar 2014
:: Greinargerð með tillögu stjórnar um grunngildi BÍS