Skátaþing 2014 – Almennar upplýsingar

SKÁTAÞING 2014 verður haldið dagana 4.  og 5. apríl 2014 í Snælandsskóla, Víðigrund 7, 200 Kópavogi og hefst með setningu kl. 18:30 föstudaginn 4. apríl og lýkur laugardaginn 5. apríl kl. 18:00.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa er á þinginu unnið að stefnumótun fyrir hreyfinguna og boðið upp á fræðslu um margvísleg málefni. Þingið er að jafnaði haldið í mars, en í ár fer það fram dagana 4. – 5. apríl.

Upplýsingar

:: Ársskýrsla BÍS
:: Almenn gögn
 • Drög að dagskrá Skátaþings
 • Fjárhagsáætlun og tillaga að árgjaldi skátafélaga til BÍS
 • Drög að starfsáætlun BÍS til fimm ára
 • Tillögur frá skátafélögum, stjórn BÍS, ráðum þess og nefndum
 • Kynning á frambjóðendum
 • Ályktun um frið og mannréttindi
 • Greinagerð með lagabreytingartillögu um skátaheit
 • Tillaga að aðild skf. Radíóskáta og skf. Sólheima
 • Rödd unga skáta – skýrsla
:: Lagabreytingar
 • Tillaga stjórnar BÍS að nýju lagasafni
 • Tillaga sameiningarheitið – skátaheit
 • Tillaga skátaheit
 • Greinagerð með tillögum stjórnar
 • Grunngildi – tillaga og greinargerð

Skráning

Skráning þingfulltrúa fer fram á www.skatar.is/vidburdaskraning  og skulu þingfulltrúar hafa skráð sig eigi síðar en 1. apríl 2014.  Rétt er að ítreka það að allir skátar sem hyggjast taka þátt í þinginu skulu skrá þátttöku sína. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason, viðburðarstjóri BÍS.