Kynning á frambjóðendum

skatathing_2014_merki_200pix

Kynning á frambjóðendum vegna kosninga á Skátaþingi 2014

AÐSTOÐARSKÁTAHÖFÐINGI í stjórn BÍS

Fríður Finna Sigurðardóttir

Fríður Finna Sigurðardóttir

Fríður Finna Sigurðardóttir læknir, fædd 3. maí 1980.

Fríður hefur undanfarin tíu ár stundað nám og rannsóknir í heilbrigðisfræðum, fyrst sjúkraþjálfaranám við Háskóla Íslands í tvö ár, síðan nám í læknisfræði við Kaupmannarhafnarháskóla í sex ár og rannsóknarstörf í tvö ár. Hún hóf í janúar sl. störf sem læknir á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Áður hefur Fríður ma. starfað sem rekstrarstjóri fjölskyldugarðs í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, og sem aðstoðarhjúkrunarfræðingur í Danmörku, auk launaðrar verkefnavinnu í sumarstörfum hjá BÍS.

Fríður vígðist sem skáti árið 1989 í skátafélaginu Eilífsbúum á Sauðárkróki og starfaði síðar með Vogabúum, seinna Hamri í Grafarvogi, Reykjavík. Hún hefur gegnt foringjastörfum sem flokks-, sveitar- og aðstoðarfélagsforingi, verið farararstjóri á fjöldamörg skátamót, innanlands og erlendis og unnið við skipulagning og framkvæmd alþjóðlegra viðburða BÍS. Fríður hefur tekið þátt í og leiðbeint á fjölda erlendra skátanámskeiða á vegum WAGGGS & WOSM undanfarin tíu ár og átti sæti í Evrópustjórn WAGGGS árin 2007-2010

Fríður Finna lauk Gilwell þjálfun Bandalags íslenskra skáta sumarið 1999.

Jón Þór Gunnarsson

Jón Þór Gunnarsson

FORMAÐUR ALÞJÓÐARÁÐS í stjórn BÍS

Jón Þór Gunnarsson, verkfræðingur er fæddur 15. nóvember 1985.

Jón Þór lauk B.Sc. gráðu í byggingar- og umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands 2008. Síðar hélt hann til Danmerkur við nám í Denmark Tekniske Universitet þar sem hann lauk M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdastjórnun verkefna, fjármála- og áhættugreiningu. Hann hóf fyrst störf hjá Hönnun hf. árið 2006 og hefur starfað hjá fyrirtækinu til dagsins í dag en það heitir nú Mannvit. Áður hafði Jón Þór starfað sem umsjónarmaður útilífsskóla auk ýmissa sérverkefna. 

Jón Þór vígðist sem skáti árið 1995 í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði og hefur starfað með félaginu óslitið síðan. Hann hefur þar gegnt ýmsum trúnaðar- og foringjastörfum, s.s. flokks- og sveitarforingi, setið í stjórn félagsins, verið starfsmaður þess og séð um ýmsa viðburði á vegum félagsins.

Auk þess hefur Jón Þór tekið þátt í virku starfi BÍS. Hann hefur setið í alþjóðaráði síðastliðin níu ár, unnið við skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða og skátamóta, verið sveitarforingi á ýmis alþjóðleg skátamót o.fl.

Jón Þór lauk Gilwell þjálfun Bandalags íslenskra skáta árið 2005. 

Jón Þór er í sambúð með Salvöru Kristjánsdóttur, náms- og starfsráðgjafa. Saman eiga þau einn son.

FORMAÐUR UPPLÝSINGARÁÐS í stjórn BÍS

Benjamín Axel Árnason

Benjamín Axel Árnason

Benjamín Axel Árnason, markaðs- og rekstarfræðingur er fæddur 13. desember 1961. 

Benjamín Axel Árnason starfar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Pacta lögmannsstofu. Áður hafði hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri og rekstrar- og og stjórnunarráðgjafi hjá fyrirtækjunum Ábendi ráðgjöf og ráðningar, markaðsfyrirtækinu STRAX bein markaðssókn og  Sviðsmyndum.

Benjamín vígðist sem skáti í Garðbúum í Reykjavík og tók þátt í stofnun skátafélagsins Árbúa í Árbæjarhverfi. Í Árbúum starfaði hann sem flokksforingi, sveitarforingi, deildarforingi og félagsforingi. 

Hann var sumarbúðastjóri á Úlfljótsvatni eitt sumar, erindreki og síðar framkvæmdastjóri BÍS um nokkurra ára skeið, formaður mótsstjórnar Landsmóts skáta 1986, dagskrárstjóri Landsmóts 1996 og mótsstjóri Landsmóts skáta 1999.

Benjamín hefur lokið  Gilwell-þjálfun og Leiðbeinendanámskeiðum BÍS og bæði NTC- og ITTC- Leiðbenendanámskeiðum WOSM – Evrópusamtaka skáta. Hann hefur stjórnað Gilwell-námskeiðum og Leiðbeinendanámskeiðum fyrir fræðsluráð BÍS og leiðbeint á Dagskrár- og leiðtoganámskeiðum fyrir WOSM.

Benjamín er giftur Stefaníu Jónsdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn á aldrinum 19-27 ára.

:: Nánari upplýsingar frá Benjamín Axel
:: Benjamín Axel á Facebook

Gunnlaugur Bragi Björnsson

Gunnlaugur Bragi Björnsson

FORMAÐUR UPPLÝSINGARÁÐS í stjórn BÍS

Gunnlaugur Bragi Björnsson, ráðgjafi og háskólanemi er fæddur 1. júlí 1989.

Gunnlaugur starfar sem ráðgjafi hjá Arion banka og mun ljúka BSc gráðu í viðskiptafræði með áherslu á upplýsingamiðlun og almannatengsl vorið 2014. Lokaverkefni hans fjallar um hlutverk innri og ytri upplýsingamiðlunar á krísutímum, leiðbeinandi er Katrín Pálsdóttir fréttamaður til margra ára.

Áður hefur Gunnlaugur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður forstjóra hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, verslunarstjóri, forfallakennari og frístundaleiðbeinandi auk þess að starfa við bókhald og innheimtu. Árið 2012 hlaut hann fjögurra mánaða starfsnámsstöðu hjá Góðum samskiptum, almannatengslaráðgjöf.

Skátaferill Gunnlaugs hófst í Frumbyggjum á Höfn í Hornafirði, fyrst sem skáti og flokksforingi, en síðar sem aðstoðarsveitarforingi og sveitarforingi. Gunnlaugur tók svo upp þráðinn með Skjöldungum í Reykjavík og var á árunum 2007 til 2010 meðal annars sveitarforingi og starfsmaður félagsins auk þess að sitja í stjórn. Síðar hefur hann starfað að ýmsum verkefnum með öðrum félögum, meðal annars Haförnum og Segli.

Gunnlaugur hefur á síðustu árum tekið þátt í ýmsum verkefnum fyrir Bandalag íslenskra skáta, farið utan á námskeið og ráðstefnur auk þess að starfa með ýmsum vinnuhópum, nefndum og ráðum, meðal annars alþjóðaráði og upplýsingaráði BÍS.

Gunnlaugur lauk Gilwell þjálfun árið 2010.

:: Nánari upplýsingar frá Gunnlaugi Braga
:: Gunnlaugur Bragi á Facebook

Bergþóra Sveinsdóttir

Bergþóra Sveinsdóttir

FORMAÐUR UNGMENNARÁÐS í stjórn BÍS

Bergþóra Sveinsdóttir, Háskólanemi er fædd 12. júní 1991.

Bergþóra er að útskrifast með B.A. – gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði í vor frá Háskóla Íslands. Hún mun starfa í Hinu Húsinu með fötluðum ungmennum í frístund og er með hópastarf fyrir félagslega einangruð ungmenni.

Bergþóra er starfandi sveitarforingi yfir dróttskátasveit í Segli. Áður fyrr var ég starfandi í Skátafélagi Akraness þar sem hún ólst upp. Bergþóra fór sem starfsmaður á alheimsmót skáta í Svíþjóð ásamt því að fara sem þáttakandi á World Moot seinasta sumar í Kanada. Hún hefur verið tvö sumur skólastjóri í Útilífsskóla skáta hjá Segli og starfað í stjórn Róversveitarinnar Ragnarök. Ásamt því að fara á þrjú landsmót og mörg önnur skátamót í gegnum tíðina. Bergþóra er í vinnuteymi fyrir undirbúning á Landsmóti skáta sem haldið verður í sumar á Akureyri.

Bergþóra lauk Gilwell þjálfun Bandalags íslenskra skáta árið 2014.

UPPSTILLINGARNEFND – þrír þingkjörnir fulltrúar til tveggja ára

 • Andri Týr Kristleifsson, Rakari. 26 ára gamall skáti úr Kópum í Kópavogi.
 • Helga Rós Einarsdóttir, Háskólanemi 31 árs gamall skáti úr Ægisbúum í Reykjavík.
 • Sigurður Viktor Úlfarsson, viðskiptafræðingur MBA 40 ára gamall skáti úr Skjöldungum í Reykjavík.

SKÁTARÉTTUR – tveir þingkjörnir fulltrúar til tveggja ára

 • Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður og sjálfstætt starfandi lögmaður. 56 ára gamall skáti úr Landnemum í Reykjavík
 • Ásta B Björnsdóttir, 58 ára gömul og skáti úr Mosverjum í Mosfellsbæ.

ÚLFLJÓTSVATNSRÁÐ –  þingkjörin fulltrúi til eins árs

 • Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri, starfar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. 42 ára gamall skáti í Árbúum í Reykjavík.

LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI BÍS

 • Sigurþór Ch. Guðmundsson, Lögg. Endurskoðandi, starfar hjá KPMG. 58 ára gamall skáti úr Garðbúum í Reykjavík.

FÉLAGSLEGUR SKOÐUNARMAÐUR BÍS

 • Þóra Guðnadóttir, fyrrverandi þjónustustjóri BÍS. 61 árs gömul skáti í Kópum, Kópavogi.

ALÞJÓÐARÁÐ BÍS – þingkjörnir fulltúrar til eins árs

 • Arnór Bjarki Svarfdal Arnarson, líffræðingur. 23 ára gamall skáti úr Svönum Álftanesi.
 • Fríða Björk Gunnarsdóttir, háskólanemi. 22 ára gömul og skáti úr Landnemum í Reykjavík.
 • Berglind Lilja Björnsdóttir, menntaskólanemi. 20 ára gömul skáti úr Klakki Akureyri.
 • Liljar Már Þorbjörnsson, háskólanemi. 23 ára gamall skáti í Segli, Reykjavík.

DAGSKRÁRRÁÐ BÍS – þingkjörnir fulltúrar til eins árs

 • Valborg Sigrún Jónsdóttir, fasteignasali. 43 ára gömul og skáti úr Árbúum í Reykjavík.
 • Ingólfur Már Grímsson, hárskeri. 35 ára gamall skáti úr Hraunbúum Hafnarfirði.
 • Sigrún Helga G. Flygenring. 23 ára gömul og skáti úr Vífli í Garðabæ.
 • Þórhallur Helgason, M.Ed. 35 ára gamall skáti úr Segli í Reykjavík.

FJÁRMÁLARÁÐ BÍS – þingkjörnir fulltúrar til eins árs

 • Birna Dís Benjamínsdóttir, BSc. viðskiptafræðingur, starfar sem liðstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 27 ára gömul og skáti í Árbúum í Reykjavík.
 • Finnbogi Finnbogason, skrifstofustjóri Fulltingis, Gjaldheimtunnar og Momentum. 62 ára gamall skáti úr Landnemum í Reykjavík.
 • Guðfinnur Pálsson. 46 ára gamall skáti úr Skjöldungum í Reykjavík.
 • Margrét Jónsdóttir Njarðvík, PhD. og MBA, starfar sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Mundo – alþjóðlegri ráðgjöf. 46 ára gömul og skáti úr Urðarköttum í Reykjavík.

FRÆÐSLURÁÐ BÍS – þingkjörnir fulltúrar til eins árs

 • Guðrún Häsler, BA. sálfræðingur. 29 ára gömul og skáti í Segli Reykjavík.
 • Jakob Frímann Þorsteinsson, MA. uppeldis- og tómstundafræði, starfar sem aðjunkt og formaður námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. 44 ára gamall skáti úr Garðbúum í Reykjavík.
 • Björk Norðdahl, BSc. tölvunarfræðingur, 49 ára gömul og skáti í Kópum í Kópavogi.
 • Víking Eiríksson, BSc. tæknifræðingur, starfar sem framkvæmdastjóri eigin fyrirtækis í byggingariðnaði. 66 ára gamall skáti úr Skátafélagi Akureyrar.

UPPLÝSINGARÁÐ BÍS – þingkjörnir fulltúrar til eins árs

 • Erna Arnardóttir, BA. starfar sem mannauðsstjóri Deloitte. 53 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Kópum í Kópavogi.
 • Heiður Dögg Sigmarsdóttir, MA. fjölmiðla- og upplýsingafræðingur. 27 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Árbúum í Reykjavík.
 • Helga Stefánsdóttir, MSc. verkfræðingur og rekstrarfræðingur, starfar sem forstöðumaður umhverfis- og hönnunardeildar Hafnarfjarðarbæjar. 47 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Árbúum í Reykjavík.
 • Jón Halldór Jónasson,  MA. upplýsingafræðingur starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. 55 ára gamall skáti úr skátafélaginu Kópum í Kópavogi.

UNGMENNARÁÐ BÍS – þingkjörnir fulltúrar til eins árs

 • Edda Anika Einarsdóttir, menntaskólanemi. 17 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Hamri í Reykjavík.
 • Erika Eik Bjarkadóttir, menntaskólanemi. 17 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Hamri í Reykjavík.
 • Hulda María Valgeirsdóttir, menntaskólanemi. 17 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Ægisbúum í Reykjavík.
 • Sigurður Óli Traustason, menntaskólanemi. 18 ára gamall skáti úr skátafélaginu Vífli í Garðabæ.
 • Sæbjörg Einarsdóttir, menntaskólanemi. 18 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Svönum í Garðabæ.
 • Þórey Lovísa Sigmundsdóttir, menntaskólanemi. 18 ára gömul og skáti úr skátafélaginu Skjöldungum í Reykjavík.