Fastaráð BÍS

Á vegum stjórnar BÍS starfa ávallt sjö fastaráð: alþjóðaráð, dagskrárráð, félagaráð, fjármálaráð, fræðsluráð, ungmennaráð og upplýsingaráð. Skátaþing kýs árlega fjóra einstaklinga í hvert fastaráð til eins árs. Í hverju fastaráði BÍS skal vera að lágmarki einn fulltrúi á aldrinum 18-25 ára.  Skátar sem bjóða sig fram í ungmennaráð þurfa að vera á aldrinum 16-25 ára á því ári sem þeir bjóða sig fram. Stjórnarmenn BÍS eru formenn ráðanna og tengiliðir þeirra við stjórn BÍS.

Fastaráðin sjö eru:

 • Alþjóðaráð sem annast alþjóðleg samskipti skáta og kynningu á erlendu skátastarfi til íslenskra skáta.
 • Dagskrárráð sem m.a. gerir tillögur að verkefnum og sameiginlegum viðburðum á vegum BÍS.
 • Félagaráð sem m.a. annast tengsl og stuðning við stjórnir skátafélöga. Einnig við mat á stöðu skátafélaganna, stefnumótun þeirra og gerð stuðningsefnis.
 • Fjármálaráð sem m.a. fjallar um fjármál skátahreyfingarinnar í heild.
 • Fræðsluráð sem m.a. annast útgáfu námsskrár og hefur umsjón með öllum námskeiðum BÍS.
 • Ungmennaráð sem m.a. stuðlar að aukinni aðkomu ungra skáta í ákvörðunnartöku BÍS.
 • Upplýsingaráð sem m.a. fjallar um kynningar- og upplýsingamál hreyfingarinnar og annast almannatengsl.

 

Alþjóðaráð

Helstu verkefni alþjóðaráðs eru að:

 • annast samskipti við alþjóðleg samtök skáta, WOSM og WAGGGS.
 • annast samskipti við erlend skátabandalög.
 • annast kynningu á erlendu skátastarfi til íslenskra skáta.
 • annast kynningu á íslensku skátastarfi erlendis.

Formaður alþjóðaráðs er fyrirliði alþjóðastarfs. Skátaþing kýs formann ráðsins til þriggja ára í senn. Skátaþing kýs fjóra ráðsmenn til árs í senn sem eru formanni til ráðgjafar.

Alþjóðaráð skipa: Liljar Már Þorbjörnsson formaður, Andrés Þór Róbertsson, Ásgerður Magnúsdóttir, Hulda María Valgeirsdóttir og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir.

Alþjóðaráð heldur fund að jafnaði fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði.

Júlíus Aðalsteinsson félagsmálastjóri BÍS vinnur með alþjóðaráði, ritar fundargerðir og sér um ýmsar bréfaskriftir. Fulltrúar alþjóðaráðs mæta auk þess á samráðsfundi með stjórn BÍS og fulltrúum hinna fastaráðanna. Formaður alþjóðaráðs situr í stjórn BÍS.

Félagaráð

Helstu verkefni félagaráðs eru:

 • Ábyrgð á upplýsingagjöf og samskiptum stjórnar BÍS við skátafélög landsins
 • Stuðningur og ráðgjöf  vaðandi tengsl og þjónustu BÍS við skátafélög landsins
 • Mat á stöðu skátafélaganna, stefnumótun þeirra og gerð stuðningsefns og námskeiða um efnið.
 • Annast t.d. félagsstjórnarnámskeið BÍS
 • Veitir ráðgjöf og aðstoð við samskipti skátafélaga við opinbera aðila og almennan rekstur félaga.

Félagaráð er formanni ráðsins til aðstoðar og ráðgjafar.

Skátaþing kýs formann ráðsins til þriggja ára í senn. Skátaþing kýs einnig fjóra ráðsmenn til eins árs í senn.

Félagaráð skipa: Dagmar Ýr Ólafsdóttir formaður, Eva Björk Valdimarsdóttir, Eva María Sigurbjörnsdóttir, Hrafnkell Úlfur Ragnarsson og Sveinn Þórhallsson.

Fjármálaráð

Helstu verkefni fjármálaráðs eru:

 • Eftirlit með fjármálum BÍS
 • Eftirfylgni með fjárhagsáætlun
 • Annast fjáraflannir BÍS

Formaður fjármálaráðs er gjaldkeri BÍS. Skátaþing kýs formann ráðsins til þriggja ára í senn. Skátaþing kýs fjóra ráðsmenn til árs í senn sem eru formanni til ráðgjafar.

Fjármálaráð skipa: Anna Gunnhildur Sverrisdóttir formaður, Ásgeir Björnsson, Ásta Ágústsdóttir, Óttarr Guðlaugsson og Sigurgeir B. Þórisson.

Dagskrárráð

Helstu verkefni dagskrárráðs eru:

 • Umsjón með útgáfu og endurskoðun verkefna og annarra gagna er varða skátastarf.
 • Umsjón með framkvæmd sameiginlegra viðburða á vegum BÍS.

Dagskrárráð er formanni til aðstoðar og ráðgjafar en hann ber ábyrgð á skátadagskrá BÍS.

Skátaþing kýs formann ráðsins til þriggja ára í senn. Skátaþing kýs einnig fjóra ráðsmenn til eins árs í senn.

Dagskrárráð skipa: Harpa Ósk Valgeirsdóttir formaður, Aníta Rut Gunnarsdóttir, Arnór Bjarki Svarfdal, Tryggvi Bragason og Þórhallur Helgason. Dagbjört Brynjarsdóttir  er starfsmaður  ráðsins.

Fræðsluráð

Helstu verkefni fræðsluráðs eru:

 • Ábyrgð á fræðslustarfi BÍS, þ.m.t. gerð námsskrár og framkvæmd námskeiða.
 • Gera tillögu að útgáfu námsefnis fyrir öll námskeið almennrar námskeiðsbrautar BÍS.
 • Annast skipulagningu og framkvæmd Gilwell- og leiðbeinendanámskeiða BÍS.

Fræðsluráð er formanni ráðsins til aðstoðar og ráðgjafar.

Fræðsluráð fundar að jafnaði annan hvorn miðvikudag.

Fræðsluráð skipa: Björk Norðdahl formaður, Birna Ösp Traustadóttir, Eiríkur Pétur Eiríksson Hjartar, Heiða Hrönn Másdóttir og Sædís Ósk Helgadóttir.

Skátaþing kýs formann ráðsins til þriggja ára í senn. Skátaþing kýs einnig fjóra ráðsmenn, til eins árs í senn.

Ungmennaráð

Helstu verkefni ungmennaráðs eru:

 • Að hvetja til og auka ungmennalýðræði stjrónkerfis skátahreyfingarinnar.
 • Stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun dagskrár hreyfingarinnar og eigin skátastarfs.

Ungmennaráð er formanni ráðsins til aðstoðar og ráðgjafar.

Ungmennaráð fundar að jafnaði reglulega.

Ungmennaráð skipa: Berglind Lilja Björnsdóttir formaður, Anna Kristjana Helgadóttir, Daði Björnsson, Erla Sóley Skúladóttir og Huldar Hlynsson.

Skátaþing kýs formann ráðsins til eins árs í senn. Skátaþing kýs einnig fjóra ráðsmenn, til eins árs í senn.

Upplýsingaráð

Helstu verkefni upplýsingaráðs eru:

 • Ábyrgð á upplýsingagjöf og samskiptum stjórnar BÍS við skáta, foreldra, almenning, önnur félagasamtök og opinbera aðila.
 • Umsjón með útbreiðslu skátastarfs á landinu og almennatengslum.

Upplýsingaráð er formanni ráðsins til aðstoðar og ráðgjafar.

Skátaþing kýs formann ráðsins til þriggja ára í senn. Skátaþing kýs einnig fjóra ráðsmenn til eins árs í senn.

Upplýsingaráð skipa: Jón Egill Hafsteinsson formaður, Egle Sipaviciute, Ólafur Patrick Ólafsson, Óskar Eiríksson og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir.

Önnur ráð og nefndir

Uppstillinganefnd BÍS 2016-2017

Andri Týr Kristleifsson Kópum, Helga Rós Einarsdóttir Ægisbúum, Sigurður Viktor Úlfarsson Skjöldungum, Birgir Þór Ómarsson Garðbúum, Una Guðlaug Sveinsdóttir Hraunbúum

Úlfljótsvatnsráð

Grímur Valdimarsson formaður

BÍS: Guðfinnur Þór Pálsson, Anna G. Sverrisdóttir, Guðmundur Sigurðsson

SSR: Arthur Pétursson, Páll Línberg Sigurðsson, Þröstur Ríkharðsson

Guðmundur Finnbogason framkvæmdastjóri

Úlfljótsvatn sf. (jörðin)

Friðrik Zophusson (BÍS), Sveinn Guðmundsson (SSR), Magnús Gunnarsson (SÍ), Brynjólfur Jónsson (SÍ)

Stjórn Grænna skáta ehf.

Katrín Júlíusdóttir formaður stjórnar, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, Sigurgeir Bjartur Þórisson, Hermann Sigurðsson og Jón Þór Gunnarsson.

Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri

Stjórn Skátabúðarinnar ehf.

Kristinn Ólafsson stjórnarformaður, Bragi Björnsson, Hermann Sigurðsson, Sigrún Jónsdóttir, Sonja Kjartansdóttir

Torfi Jóhannsson framkvæmdastjóri

Stjórn Skátamóta ehf.

Kristinn Ólafsson stjórnarformaður, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, Bragi Björnsson, Hermann Sigurðsson, Sonja Kjartansdóttir

Jón Ingvar Bragason framkvæmdastjóri

Skátarnir