Í dag er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn, dagurinn var fyrst haldinn árið 1985 að frumkvæði félags Sameinuðu þjóðanna. Markmið skátastarfs er að hvetja ungt fólk til að vera virkt í samfélaginu og þegar fjöldinn allur af einstaklingum gefur tíma sinn til þess að svo verði má með sanni segja að þar sé verið að sýna fyrirmynd í verki. Það er einstakt lærdómstækifæri fólgið í því fyrir ungt fólk (á öllum aldri) að gefa tíma sinn og vinnuframlag án þess að fá greitt fyrir það inn á bankabókina, því launin fyrir það að láta gott af sér leiða verða seint metin til fjár.
Það er stöðugt verkefni og áskorun að skapa umhverfi þar sem sjálfboðaliðar fá að njóta sín og vaxa í starfi, það er mjög mikilvægt að veita sjálfboðaliðum skýrar verkefnalýsingar á sama tíma og þeim er veitt frelsi til að ákveða hvað þeir taka sér fyrir hendur.

Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar og takk fyrir ómetanlegt framlag!

Crean Vetraráskorun
Frábært tækifæri fyrir skáta fædda 2003 og 2004 til þess að fá þjálfun í vetrarskátun og að læra að takast á við áskoranir sem felast í vetrar- og fjallaferðum. Umsóknir skulu berast fyrir 20. nóvember. Allar frekari upplýsingar um viðburðinn og umsóknarferlið er að finna á Skátamálum. Smellið hér til þess að kynna ykkur málið.


Flokkahelgi dróttskáta
Dróttskátar fá tækifæri til að móta sína eigin dagskrá og nýta svæðið á Úlfljótsvatni eins og þeim hentar í flokkaútilegu 23. – 25. nóvember 2018.
Tvö verð eru í boði:
Annarsvegar 10.000,- kr. á mann fyrir innanhús gistingu, mat og dagskrá.
Hinsvegar 15.000,- kr. á mann fyrir sama pakka en þá er rúta innifalin í verðinu. Frá Hraunbæ 123 á föstudegi og til baka í Hraunbæ 123 á sunnudegi.
Hægt er að bóka pláss fyrir þinn flokk með því að senda póst á ulfljotsvatn@skatar.is
Allar frekari upplýsingar er að finna hér.


Fréttaskrif
Hefur þú gaman af því að skrifa greinar eða fréttir? Jafnvel sjá um samfélagsmiðla? Sendu okkur línu á skatar@skatar.is og vertu á lista yfir áhugasama um að sinna verkefnum tengdum fréttaskrifum og samskiptum.


Frétta tilkynningar
Hefur þú eitthvað til að koma á framfæri? Auglýsingu, frétt, ábendingu eða myndir? Endilega sendið okkur efni á frettir@skatar.is sem við birtum á okkar miðlum eða sendum á fjölmiðla.


Neisti – foringjaþjálfun
Sveitarforingjanámskeið sem haldið verður á Úlfljótsvatni 11. – 13. janúar 2019. Þar fær hver og einn tækifæri til að velja sína dagskrá. Markmiðið með námskeiðinu er að auka færni á ýmsum sviðum skátastarfsins og efla foringja í sínu starfi. Á námskeiðinu verður hægt að velja úr mörgum spennandi smiðjum og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Listann yfir smiðjur og frekari upplýsingar má finna hér.


Salan á sígrænum jólatrjám hefst af fullum krafti 15. nóvember!


Á döfinni:

23/11 – 25/11
Flokkahelgi dróttskáta á Úlfljótsvatni 
1/12
Undirbúningsdagur Crean
5/12
Dagur sjálfboðaliðans
11/1-13/1
Neisti – foringjaþjálfun

Skoða alla viðburði.