Úlfljótsvatn leitar að staðarhaldara

Staðarhaldari útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta leitar að staðarhaldara fyrir útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.  Í boði er spennandi starf í kraftmiklu umhverfi.  Leitað er að einstakling sem getur axlað ábyrgð og tekist á við krefjandi verkefni auk þess að sýna frumkvæði og metnað í starfi. Starfinu fylgir húsnæði á staðnum.

 

Starfsvið staðarhaldara:

 • Allur daglegur rekstur og starfsmannahald á Úlfljótsvatni
 • Umsjón og viðhald með öllum eignum og opnum svæðum
 • Ábyrgð á allri framkvæmd dagskrár og þjónustu á svæðinu
 • Tryggja að farið sé að öryggiskröfum staðarins
 • Innkaup og áætlanagerð 
 • Önnur tilfallandi verkefni

Kröfur:

 • Reynsla sem nýtist í starfi
 • Metnaðarfullum einstaklingi með ríka ábyrgðartilfinningu
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Grunnþekking á tölvum
 • Reynsla af skátastarfi eða öðru sjálfboðaliðastarfi er skilyrð.

 

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri BÍS

Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 5. nóvember 2017

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar