Tók áskorun skátahöfðingja

Nú styttist óðum í Landsmót skáta sem haldið verður á Hömrum dagana 20. til 27. júlí. Undirbúningur fyrir mótið er í hámarki á öllum vígstöðvum, meðal annars í Englandi þar sem stór hópur skáta stefnir á Íslandsferð eftir áskorun frá skátahöfðingja.
Hluti af hópnum að róa út í óvissuna.

Hluti af hópnum að róa út í óvissuna.

Oxfordshire Scouts er einn af erlendu skátahópunum sem koma hingað til lands til þess að taka þátt í Landsmóti skáta. Fararstjóri hópsins Alex Lyczkowski kom á Landsmót skáta 2012 sem starfsmaður. Þar hitti hann fyrir Braga Björnsson skátahöfðingja sem skoraði á Alex að koma með fullt af skátum frá Bretlandi á næsta skátamót. Hann tók þeirri áskorun og kemur með 66 skáta á mótið. Allir í hópnum eru orðnir spenntir yfir komunni til Íslands. Skátarnir hafa verið duglegir við að undirbúa ferðina t.d. með því að fara í undirbúningsútilegu auk þess sem þau fylgjast vel með íslenskri veðráttu. Á Facebook síðu hópsins er hægt að sjá myndir af ævintýrum þeirra og undirbúningi fyrir komuna til Íslands.

524 nýir vinir?

Oxfordshire Scouts er þó ekki eini erlendi hópurinn sem væntanlegur er á mótið. Alls eru um 28 hópar frá 12 löndum á leið til landsins eða um 524 erlendir skátar. Þá eru ótaldir þeir erlendu skátar sem munu verða starfsmenn mótsins.

Erlendu skátarnir munu taka þátt í dagskrá mótsins með íslensku skátunum en þess utan þá gefst þeim kostur á að fara í skoðunarferðir um Norðurland. Að mótinu loknu munu margir þeirra dvelja nokkra daga í Reykjavík. Margir af hópunum hafa áhuga á að tengjast íslenskum skátum og deila tjalbúð með þeim á mótinu. Starfsfólk Landsmóts skáta hefur staðið í ströngu við að koma á tengslum á milli íslenskra og erlendra skáta. Ef einhver skátafélög hafa áhuga eru enn nokkrir erlendir hópar sem hafa áhuga á að komast í tengsl við íslenska skáta. Hafið samband við Skátamiðstöðina til að komast í tengsl við nýju vini ykkar.

 

Fleiri fréttir um Landsmót skáta:

Hluti af hópnum kynnir sér rigninu. Mögulega kemur sú þekking þeim ekki að miklum notum á mótinu.

Hluti af hópnum kynnir sér rigninu. Vonandi kemur sú þekking þeim ekki að miklum notum á mótinu.

Dansleikir og barnakvöldvökur

Gullin fram úr geymslunum

Landsmótsæfing hjá Kópum

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar