Tjaldbúðarlíf á Pepporee

Í næstu viku verður Pepporee haldið í fyrsta skipti og stendur það frá 12-16. ágúst á Úlfljótsvatni. Þátttaka er góð og nú þegar hafa 22 skátar og 8 peppaðir leiðbeinendur boðað komu sína. Fyrir þá rekkaskáta sem eru bundnir í vinnu er í boði að mæta eftir vinnu á föstudag.
Uppskrift að fullkominni tjaldbúð?

Uppskrift að fullkominni tjaldbúð?

Tjaldbúðalífið verður stærsti einstaki þátturinn á námskeiðinu þar sem skátarnir byggja upp fullkomna tjaldbúð og búa þar í 5 daga. Harpa Ósk Valgeirsdóttir sem leiðir undirbúningshópinn segir að námskeiðið verði stútfullt af nýjum hugmyndum til að nota í starfinu. „Við kíkjum á það sem Skátamiðstöðin á Úlfljótsvatni hefur upp á að bjóða. Skátarnir þurfa að vera viðbúnir öllum aðstæðum og hafa með sér útbúnað sem kemur þeim í gegn um þessa viku í survival gír,“ segir hún.

Þrjú skátapepp á ári

Skátapepp er yfirheiti foringjanámskeiða fyrir drótt- og rekkaskáta. Harpa segir að haldi verði þrjú skátpepp á ári og hvert þeirra hafi sitt þema. „Stærsta námskeiðið er haldið í ágúst og er 5 dagar, það er míní útgáfa af landsmóti og undirbýr skátana fyrir það að fara sem foringjar á stórt skátamót. Þaðan kemur nafnið Pepporee, þvi þetta er skátapepp í jamboree búning. Þrátt fyrir að námskeiðið sé haldið fyrir bæði drótt og rekkaskáta á sama tíma, er alltaf stór hluti dagskrár í sitt hvoru lagi og með allt öðrum áherslum fyrir þessa tvo aldurshópa. Rekkaskátarnir taka meiri ábyrgð og beina sjónum sínum að því hvernig er að stjórna skátasveit á meðan dróttskátarnir læra meira um að taka ábyrgð á sjálfum sér og flokknum,“ segir Harpa Ósk.

pepporeeForingjaþjálfun fyrir yngri en 18 ára

Skátapepp hópurinn var búinn til síðastliðinn vetur og segir Harpa Ósk að kominn hafi verið tími á góðan leiðbeinendahóp sem tæki að sér að halda foringjaþjálfunar námskeið fyrir skáta yngri en 18 ára. Harpa Ósk var beðin að setja saman einn slíkan og var í kjölfarið auglýst eftir áhugasömum, hressum og reyndum foringjum og úr varð frábær hópur af fólki sem hefur mismunandi áhugamál og áherslur í skátastarfi. „Við erum með útivistarfrík, foringjafrík, matarfrík, skyndihjálparfrík, kvöldvökufrík, kokteilsósufrík og bara venjuleg frík úr 8 skátafélögum. Þessir skátar eru algjörlega peppaður leiðbeinendahópur sem er búinn að taka að sér að halda 3 skátapepp á ári næstu 3 árin og hefur því einstakt tækifæri í að byggja upp þessa námskeiðaröð,“ segir hún peppuð.

Ætlar þú með

Þeir sem ætla að taka þá verða að taka peppað heljarstökk og láta vita af sér, því Pepporee hefst á miðvikudag í næstu viku – 12. ágúst. Skráning er frá upplýsingarsíðu á skátadagatalinu.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar