Tilfelli meníngókokka eftir Jamboree

Eftir að heimsmóti skáta í Japan lauk (World Scout Jamboree) hafa borist fréttir af meníngókokkasýkingu meðal þátttakenda á mótinu. Þrír einstaklingar í Skotlandi hafa greinst með sýkinguna, en í Svíþjóð er vitað um einn þátttakanda sem líklega er með sýkinguna og aðrir tveir eru í rannsókn vegna gruns um sýkingu.

Tilkynning var send á alla íslensku þátttakendurna og fylgst er með hvort einhver tilfelli koma upp. Enginn íslenskur þátttakandi hefur greinst með sýkinguna eftir heimkomu og nú er liðin meira en vika frá því að mótinu lauk. Það dregur því stöðugt úr líkum á því að íslensku þátttakendurnir hafi orðið fyrir smiti. En vegna alvarleika sjúkdómsins telur sóttvarnalæknir rétt að vekja athygli á þessu og bendir þeim sem fá einkenni alvarlegrar sýkingar, t.d. háan hiti, slæman höfuðverk og uppköst að leita læknis án tafar.

Meníngókokkasýking er alvarleg sýking sem getur valdið blóðsýkingu og heilahimnubólgu, sjá nánari upplýsingar á http://www.landlaeknir.is/…/sjukdom…/item13087/Meningokokkar .

Tilkynning WOSM um sýkinguna

Tilkynning Sóttvarnalæknis

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar