Þrjú skátamót um næstu helgi

Um næstu helgi, 26. – 28. júní,  verða haldin þrjú stór skátamót  þannig að skátar eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Landnemar bjóða til Viðeyjarmóts, Klakkur á Akureyri heldur sitt Jónsmessumót að Hömrum við Kjarnaskóg og Landsmótið 40+ fyrir alla 22 ára og eldri verður haldið á Úlfljótsvatni
Hótel Jörð er ekkert Hótel Mamma

Hótel Jörð er ekkert Hótel Mamma

Hótel jörð kallar í Viðey

Landnemamótið sem haldið er samkvæmt venju í Viðey hefur þemað Hótel jörð og verður dagskráin miðuð að fálka- og dróttskátum með umhverfisvitund að leiðarljósi. Skátafélagið Landnemar hefur haldið mótið í áratugi og felast vinsældir þess í nokkrum þáttum sem eru Viðey, sól, langeldur, varðeldur, kvöldvaka, harmónikkuball, bryggjuball, GAMAN!!!

Nánari upplýsingar

Eldsmíði, matreiðsla og leðjubraut í Eyjafirði

Skátafélagið Klakkur á Akureyri heldur Jónsmessumót að Hömrum við Kjarnaskóg og í boði verður fjölbreytt dagskrá m.a. ratleikur, klettasig, eldsmíði, matreiðslukeppni fyrir flokka, vatnasafarí, leðjubraut og margt fleira.

Dagskráin er fyrir alla aldurshópa, frá drekum til rekka. Þeir sem vilja geta líka komið sem starfsmenn og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband á netfangið jokkna@gmail.com.

Mótið er fyrst og fremst hugsað fyrir skátafélög á landsbyggðinni en þó eru allir velkomnir. Mæting er frá 19:30 og mótssetning er klukkan 21:30.

Nánari upplýsingar

IMG_5676

40 +  á Úlfljótsvatni fyrir alla sem eru 22 +

Markmið mótsins er að skapa vettvang fyrir eldri skáta til að koma saman, endurnýja vinskapinn og upplifa aftur „liðin sumur og yndisleg vor”.
Landsmót skáta 40+ er opið öllum eldri skátum, fjölskyldum þeirra og velunnurum.

Þrátt fyrir að titill mótsins sé „40+“ þá er ekki verið að vísa í aldurstakmark heldur aðeins verið að undirstrika að markmiðið er að ná til eldri skáta á öllum aldri og verða megin áherslur í dagskránni fyrir aldurshópinn 22 ára og uppúr.

Þeir sem þess óska geta fengið gistingu í skála og er verð á því samkvæmt gjaldskrá Útilífsmiðstöðv­arinnar Úlfljótsvatni.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku en ef þú vilt að við tökum frá svæði fyrir hópinn þinn þá ættirðu að senda okkur tölvupóst á netfangið eittsinn@eittsinn.is sem fyrst!

Nánari upplýsingar og einnig á eittsinn.is

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar