Styrktarsjóður skáta

styrktarsjodurÁ aðalfundi BÍS 1998 var lögð fram af stjórn BÍS tillaga að stofnskrá Minningar- og styrktarsjóðs skáta sem yrði fjárhagslegur bakhjarl skátahreyfingarinnar. Úr sjóðnum væri veitt fyrst og fremst til sameiginlegra verkefna hreyfingarinnar, en jafnframt ættu skátafélögin möguleika á að sækja um styrki til sérstakra verkefna.

Tillagan var samþykkt á fundinum.  Reglugerð sjóðsins var síðan breytt á aðalfundi BÍS 2005 og m.a. nafni hans breytt í Styrktarsjóð skáta og fer reglugerð hans í heild sinni hér á eftir.

Gjafir í sjóðinn

Hægt er að gefa í sjóðinn  með millifærslu inn á 0528-14-403279 kt. 440169-2879

Hvernig leggja má til framlag í sjóðinn

Gamlir skátar og hópar innan hreyfingarinnar eru hvattir til að gefa framlag í sjóðinn við sérstök tækifæri t.d. í tilefni afmælis hópsins eða einstaklings innan hans, til minningar um vini og ættingja, sem hluta í erfðaskrá, eða af öðrum tilefnum. Þeir sem vilja gefa framlag í sjóðinn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Bandalags íslenskra skáta og fá leiðbeiningar – sími 550-9800.

Lagt beint inn á bankareikning:  Leggja beint inn á bankareikning sjóðsins (kt. 440169-2879, banki: 0528-14-403279 og setja sem skýringu vegna hvers lagt er inn.  Gott er að senda afrit af bankakvittun á netfangið: skatar@skatar.is (ef lagt er inn rafrænt annars með pósti á Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 110 Reykjavík).

Greitt með kreditkorti eða greiðsluseðli:  Vinsamlegast hringið á skrifstofu BÍS í síma 550-9800 á skrifstofutíma og gefið upp viðeigandi upplýsingar.

Reglugerð um Styrktarsjóðs skáta

Tilgangur.

Um er að ræða söfnunarsjóð BÍS þar sem sjóðnum eru tryggðar fastar tekjur og höfuðstóllinn ávaxtaður, en allt að 80% hlutfall árlegrar ávöxtunar notaðir til styrkveitinga innan skátahreyfingarinnar á Íslandi eins og reglugerðin segir til um. Jafnframt er heimilt að ganga á höfuðstól sjóðsins ef stjórnin metur styrkumsóknir þess eðlis að það réttlæti það, en aldrei þó meira en árlegt framlag styrktarpinna skáta í sjóðinn

Hvað er styrkt.

Styrkhæf verkefni skulu flokkast undir einn eða fleiri eftirtalinna flokka:

  • Útgáfu innan skátahreyfingarinnar
  • Nýjungar í starfi skátafélaganna.
  • Stofnstyrki vegna nýrra skátaheimila eða skátaskála.
  • Fræðslumála innan skátahreyfingarinnar.
  • Styrkir er auðvelda efnaminni skátum og skátafélögum þátttöku í viðburðum tengdum skátastarfi.

Styrkveiting.

Styrkir í liðum 1-3 verða veittir á Skátaþingi ár hvert. Í lið 4-5 eru veittir styrkir allt árið. Engin einn aðili getur fengið meira en 50 prósent af úthlutun hvers árs.

Umsókn og umsækjendur.

Umsóknir um styrk í lið 1-3 skulu berast sjóðsstjórn fyrir 22. febrúar ár hvert á sérstöku umsóknarblaði sem fæst í Skátamiðstöðinni/ vef BÍS. Umsækjendur eru fyrst og fremst skátafélögin og viðurkenndar starfseiningar innan BÍS. Umsókn í lið 45 skulu berast til framkvæmdastjóra BÍS hálfum mánuði fyrir viðburð á sérstöku umsóknarblaði sem fæst í Skátamiðstöðinni/vef BÍS

Sjóðsstjórn.

Í sjóðsstjórn sitja: Skátahöfðingi, aðstoðar skátahöfðingi og gjaldkeri BÍS. Endurskoðendur sjóðsins eru endurskoðendur BÍS.

Tekjur sjóðsins.

Árlega skal renna í sjóðinn 20% af innheimtum félagsgjöldum skátafélaganna til BÍS á undangengnu ári, afrakstur sölu minningarkorta, áheiti og sérstakar gjafir sem og sérstök framlög BÍS er stjórn ákveður hverju sinni.

Ávöxtun sjóðsins.

Framkvæmdastjóri BÍS annast fjárreiður og ávöxtun sjóðsins og skal leitast við að velja áhættulitlar ávöxtunarleiðir í samráði við stjórn sjóðsins.

Breyting á stofnskrá sjóðsins.

Sjóðurinn er stofnaður á aðalfundi BÍS í mars 1998 og er aðeins hægt að breyta reglugerð hans á aðalfundi BÍS.
Samþykkt á stjórnarfundi  17. febrúar 2016.
Samþykkt á Skátaþingi 11.-12. mars 2016.

:: Sækja umsóknareyðublað