Skátaskeyti

Eru tímamót í nánd -afmæli, ferming, skátavígsla, fyrsta fjallgangan eða á að fara „Laugaveginn“? Ef svo er þá er skátaskeyti lausnin. Sendið skátaskeyti til viðkomandi með viðeigandi texta.

skataskeytiBÍS hefur í nokkur ár boðið til sölu þrjár gerðir af skátaskeytum.

Um tvennskonar þjónustu er að ræða:

  1. Hægt er að senda skeyti með því að kaupa þjónustuna í vefverslun Skátabúðarinnar. Veljið tegund af skeyti, fyllið inn í athugasemd hver á að fá skeytið, hvert á að senda það og hvaða texta þið viljið setja í skeytið. Smellið hér til að kaupa skeyti. BÍS áritar skeytið með umbeðnum texta, og sendir það síðan til móttakanda með pósti næsta virka dag.  Þessi þjónusta og póstsendingin kostar kr. 2.500.- pr. skeyti.
  2. Skátafélögin geta keypt eyðublöðin hjá BÍS og annast þjónustuna sjálf, líkt og nokkur skátafélög gera í kringum fermingar.
  3. Ef þú lendir í vanda með að panta skeyti í vefverslun getur þú sent allar upplýsingar í tölvupósti á skatar@skatar.is ásamt kennitölu greiðanda svo hægt sé að senda greiðsluseðil. Eða hringdu í síma 550-9800 fyrir frekari aðstoð.

 

Styrktarsjóður skáta

Hagnaður af sölu skátaskeyta rennur óskiptur í Styrktarsjóð skáta. Sjóðurinn er söfnunarsjóður og er hlutfall árlegrar ávöxtunar notað til styrkveitinga innan skátahreyfingarinnar á Íslandi.

Hvað er styrkt?

Styrkhæf verkefni skulu flokkast undir einn eða fleiri eftirtalinna flokka:

  • Fræðslumála innan skátahreyfingarinnar.
  • Útgáfu innan skátahreyfingarinnar.
  • Nýjungar í starfi skátafélaganna.
  • Stofnstyrki vegna nýrra skátaheimila eða skátaskála.
:: Nánari upplýsingar um Styrktarsjóð skáta

skataskeyti_2