Minningarskeyti skáta

minningarkort_bis_litilSkátahreyfingin hefur um árabil haft minningarkort til sölu á skrifstofu BÍS.

Í reynd er um minningarskeyti að ræða, þar sem minningarkveðjan er prentuð á forprentuð skátaskeyti.  Þeir sem vilja senda minningarskeyti geta haft samband við skrifstofu BÍS í síma 550-9800, á skrifstofutíma, eða sent netpóst á skatar@skatar.is

BÍS sér síðan um að senda skeytið til mótttakanda með pósti næsta virka dag. Sendandi greiðir síðan tilgreinda upphæð (lágmark kr. 1.500.-) í Styrktar- og Minningarsjóð skáta. Hægt er að millifæra inná reikning 0528 14 403279 kt:440169-2879.

Vinsamlegast athugið að pöntun þarf að berast 48 klst. fyrir sendingardag og að móttaka fer ekki fram um helgar.