graenirskatar_250pix

Dósir eru út um allt. – Bráðnauðsynlegar, ískaldar og eftirsóttar í skipulögðum röðum í ísskápnum eða tómar í hrúgum og pokum í geymslunni eða jafnvel einstæðar úti á götu þar sem þær eru fyrir öllum. Plastflöskur og gler líka.

Hér koma GRÆNIR SKÁTAR inn í málið. Við tökum að okkur tómar dósir. Breytum lífi þeirra, söfnum þeim í hópa, skipuleggjum þær og gefum þeim nýtt líf og frelsi. Við endurhæfum þær og frelsum þær.

Grænir skátar eru með fyrirtækjaþjónustu og söfnunargáma viðsvegar um landið.

Fyrirtækjaþjónusta Grænna skáta býður upp á þá þjónustu að við komum til fyrirtækja og félagasamtaka og sækjum dósirnar reglulega, flokkum, teljum og skilum tilbaka í formi peningagreiðslu. Við tökum svo þóknun af hverri dós fyrir sem nýtist í skátastarf um allt land.

Dósasöfnun GRÆNNA SKÁTA er þjóðþrifafyrirtæki sem breytir afrakstri neyslusamfélags í gjaldeyrisskapandi tekjulind fyrir heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks. Það er beinlínis í skátadagskránni og í skátalögunum sem segja: – Skáti er nýtinn. – Skáti er náttúruvinur.

Grænir skátar eru með heimasíðuna graenirskatar.is og erum í síma 550-9812

Hjálpaðu okkur að safna dósum og plastflöskum!

::Smelltu hér til að finna gagnvirkt kort af móttökustöðvum okkar.

endurvinnslanEndurvinnslan í Hraunbæ

Allra ávinningur

Það er ávinningur allra að skila dósum til Endurvinnslunnar í Hraunbæ. Viðskiptavinir móttökustöðvarinnar fá að sjálfsögðu sitt 16 krónu skilagjald á hverja einingu eins og á öðrum stöðvum og skátarnir fá þóknum frá Endurvinnslunni fyrir hverja afgreidda einingu. Með því að koma með dósirnar sínar í móttökustöðina í Hraunbænum stuðlar fólk einnig að fleiri atvinnutækifærum fyrir fatlaða, því nokkrir einstaklingar með skerta starfsgetu vinna hjá Endurvinnslunni í Hraunbæ.

Rafræn túrbótalningarstöð

Móttökustöðin í Hraunbænum er aðeins ársgömul og búnaður hennar með því besta sem gerist. Viðskiptavinir Endurvinnslunnar í Hraunbæ geta komið í móttökustöðina án fyrirhafnar við að telja umbúðirnar og geta sturtað umbúðunum í túrbótalningavélina og losna þar með við allt subb. Nákvæmnin er mikil og allt skilagjald skilar sér til viðskiptavinarins.

Afgreiðslutímar

Móttökustöð Endurvinnslunnar í Hraunbæ 123 er opin alla virka daga kl. 12:00 – 18:00 og um helgar frá kl. 12:00 – 16:30. Sími 550-9800

Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á graenir@skatar.is

Grænir skátar elska dósir

Víðsvegar um höfuðborgarsvæðið