Þjóðafundur unga fólksins

Mennta- og menningarmálaráðuneytið boðar til þjóðfundar unga fólksins 5. apríl í Reykjavík. Fundurinn verður á milli kl. 10 og 17 og er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára.

Þjóðfundurinn verður byggður upp með umræðuborðum þar sem margvíslegum umræðuaðferðum verður beitt til þess að ná fram sjónarmiðum ungs fólks. Spurningar verða sendar fyrirfram til þess að gefa þátttakendum tök á að undirbúa sig. Seinni hluti fundarins fjallar sérstaklega um Norræna lífhagkerfið – NordBio og umhverfismál framtíðarinnar. Vinnumál þjóðfundarins er enska. Niðurstöður fundarins verða hluti af rafrænum Biophilia verkfærakassa þar sem niðurstöðurnar verða kynntar með aðgengilegum hætti.

Stutt verður við þátttöku ungmenna af landsbyggðinni en allar tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en 7. mars á jon@skatar.is. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason viðburðarstjóri BÍS.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar