Þar sem rigning er list

Hið árvissa vormót Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík um næstkomandi helgi, 12. – 14. júní, og lofa mótshaldarar skemmtilegi dagskrá.  Fjölskyldubúðir hafa undanfarin ár verið fjölmennar, hlaupið er á fjöll, aparólur eru settar upp og varðeldurinn á laugardagskveldi er venjulega fjölsóttur.
vef-vormot2014-GudniGisla1

Kvöldvakan á Vormóti er fastur þáttur í starfi margra skáta. Ljósmyndina tók Guðni Gíslason

Vormótið er landþekkt fyrir rigningu þó undantekningar geti þó verið á. Komi slíkt fyrir eins og gerðist í fyrra er þeim mun meira að gera í vatnasafaríi og vatnsrennibrautinni.  Hafnfirskir skátar voru þó keikir eftir mótið í fyrra þrátt fyrir veðurblíðu og halda því til haga að dropar hafi komið úr lofti þegar verið var að ganga frá. Við bíðum spennt eftir niðurstöðum rakamælinga og síðan má rökræða rigningu af list.

Þemað í ár er „Frá toppi til táar“. Mótshaldarar hvetja fólk til að mæta. „Mikil og skemmtileg dagskrá verður á sínum stað því er um að gera að taka fram tjaldið, svefnpokann og regngallann en það er auðvitað sniðugt að vera með sumarfötin nálægt því við ætlum að senda sólinni boðsmiða á meðan rigningin mun þurfa að borga fullt verð,“ segir á viðburðarsíðu þeirra. Mótgjaldið er 4.000 kr.

Líklega er mest lifandi upplýsingagjöf mótshaldara í ár að finna á Facebook síðu mótsins

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar