Taka Smáþjóðaleikana sem æfingu

Stærsti viðburður íslenskra skáta til þessa verður heimsmótið World Scout Moot 2017. Undirbúningur miðast við 5.000 þátttakendur á aldrinum 18 – 25 ára og um 1.000 sjálfboðaliða.  Þátttakendur og sjálfboðaliða munu koma frá um 80 löndum.

Skipulag og kynning mótsins er í góðum farvegi og hafa margir boðið fram krafta sína. Þegar nær dregur á að virkja fleiri og þar kemur mannauðsnefnd mótsins til sögunnar, en þau taka við flóði áhugasamra sjálfboðaliða og bjóða áhugaverð verkefni.

Þau sem eru í mannauðshópnum taka undirbúninginn alla leið og skráðu sig sem sjálfboðaliða í vinnu við Smáþjóðaleikana fyrstu dagana í júní  „Bara svona til að átta okkur á því hvernig er að vera þátttakandi,“ segir Björn Hilmarsson.

Hann segir að fyrsti stóri starfsmannafundurinn verði á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni á næsta ári. „Við ætlum að hittast og fjölmenna svo til kvöldvöku,“ segir hann. Björn hvetur alla áhugasama til að láta vita af sér. Taka frá laugardaginn 23. júlí 2016 til að heimsækja Landsmót skáta á Úlfljótsvatni og taka þátt í starfsmannafundi.

World Scout Moot á Íslandi verður svo haldið ári síðar 25. júlí – 2. ágúst 2017. Þeir sem eru fæddir fyrir 1. ágúst 1991 geta skráð sig í starfsmannabúðirnar.

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar