Sumarkveðja frá Skátahöfðingjanum

Marta Skátahöfðingi

Kæru skátar,

Nú hefst fjögurra mánaða uppskeruhátíð vetrarins. Eins og starfið er byggt upp hjá okkur í dag er skátastarf skátafélaganna reglulegt yfir vetrartímann og yfir sumarið er skátastarfið með öðru sniði. Þá fer hver og einn skáti sínar eigin leiðir í að fylgja skátaheitinu og að njóta útiveru í íslenskri náttúru í auknum mæli… að ógleymdu öllu hinu sem skátastarf er.
Sumarið 2017 verður sérstaklega eftirminnilegt því í sumar er loksins komið að World Scout Moot. Ég segi bara eins og sungið er fyrir jólin „Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til“.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumar og þakka fyrir veturinn. Einnig óska ég þess að við bjóðum gamla, núverandi og nýja félaga innilega velkomna með í allt skátastarf í sumar, sumarið heillar!

Meðfylgjandi myndband er af hressum rekkaskátum á skátamóti sumarið 2016

Sumarkveðja,

Marta skátahöfðingi

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar