Sumarfagnaður skáta í Hallgrímskirkju

Skátar fagna sumri í Hallgrímskirkju á Sumardaginn fyrsta og hefst athöfnin kl. 11:00.

Hér má finna vefútgáfu af messuskrá skátaguðþjónustunnar.

Í ár er Sumarfagnaðurinn tileinkaður róverskátum vegna þess að í sumar verður 15. Heimsmót Róverkskáta haldið á Íslandi. Róverskátar munu annast upplestur og fánavörslu og Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri 15th World Scout Moot, er ræðumaður dagsins.

Prestur er séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Skátakórinn leiðir sönginn undir stjórn Öldu Ingibergsdóttur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á orgel og píanó og Jón Rafnsson á bassa.

Gleðilegt sumar

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar