Styrktarpinninn komin í dreifingu

Styrktarpinninn þetta árið er tileinkaður skátaskálanum Fálkafelli við Akureyri en svo skemmtilega vill til að á þessu ári er haldið upp á 100 ára afmæli skátastarfs á Akureyri.

Hér má sjá skálann Fálkafell.

 

Fálkafell er einn fjölmargra skátaskála um allt land sem hafa að geyma ótal góðar minningar um dýrmætar stundir með skátavinum. Skátaskálarnir bíða alltaf eftir nýjum skátum í ævintýraleit og gegna þannig mikilvægu hlutverki í skátastarfinu. Fálkafell er 85 ára á þessu ári en það var skátaflokkurinn Fálkar sem byggðu hann árið 1932 og hann hefur verið notaður mikið í starfi skátafélagsins Klakks sem sér um rekstur Fálkafells.

 

Með því að greiða fyrir Styrktarpinnann styður þú myndarlega við bakið á því kraftmikla skátastarfi sem stundað er í landinu. Því hvetjum þig til þess að borga seðilinn og bera styrktarpinnann sem tákn um góðan hug í garð íslenskra skáta. Gefum öllum tækifæri!

Mynd: Árni Már Árnason

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar