Stoltir Forsetamerkishafar í dag

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti 16 rekkaskátum Forsetamerkið við hátiðlega athöfn í Bessastaðakirkju í dag að viðstöddum boðsgestum.

Í ávarpi sínu við athöfnina sagði Ólafur Ragnar frá því að hann var ungur skáti á Ísafirði og einnig talaði hann um það hvað þátttaka í skátastarfi væri gott vegarnesti út í lífið. Í því samhengi hvatti hann skátahreyfinguna til þess að gera könnun á því hvað hefði orðið úr þeim rúmlega eittþúsund skátum sem tekið hefðu við Forsetamerkinu frá upphafi. Þá minntist hann heimsóknar sinnar á Landsmót skáta í sumar, hvað mótið hafi verið glæsilegt og hve ánægjulegt hafi verið að sjá þennan fjölda erlendra skáta á mótinu, því skátastarfið opni svo marga möguleika fyrir ungt fólk í alþjóðlegum samskiptum.

„Að fá Forsetamerkið er lokatakmark skátastarfs Rekkaskátans og leiðin þangað er gefandi, þroskandi og skemmtileg fyrir rekkaskátann. Skátastarf rekkaskáta er fjölbreytt og þar reynir á mismunandi þroskasvið skátans og hann er stöðugt að kanna ný svið og vinna að persónulegum áskorunum“, segir Ingibjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta. Hjálpsemi og fjölbreytt samfélagsverkefni eru mikilvægur hluti skátastarfs Rekkaskátans, en vinnan að Forsetamerkinu tekur tvö ár hið minnsta.

„Rekkaskátarnir skrá vegferð sína í ferilskráningarbók/dagbók. Form bókarinnar er frjálst og við hvetjum þau til fjölbreytilegrar útfærslu“, segir Ingibjörg.  „Auk hefðbundinna bókaskrifa má nota ljósmyndir, kvikmyndir, bloggfærslur, dagbókarfærslur, ljóð eða myndverk. Framsetningin þarf þó alltaf að vera skýr og lýsa skátastarfi rekkaskátans, upplifun hans og sjálfsmati vel. Bókinni skila þau svo inn þegar þeir sækja um að fá Forsetamerkið afhent og það er mjög skemmtilegt að fara yfir bækurnar og sjá með eigin augum hvað skátastarfið er ótrúlega fjölbreytt.

 

Eftir athöfnina í dag hafa 1337 dróttskátar og rekkaskátar hlotið Forsetamerkið frá því það var fyrst afhent árið 1965.

Forsetamerkishafar í ár eru:

 • Aníta Rut Gunnarsdóttir, Kópum, Kópavogi,
 • Arnar Páll Jóhannsson, Vífli, Garðabæ,
 • Bjarni Dagur Þórðarson, Hraunbúum, Hafnarfirði,
 • Eva Rún Arnarsdóttir, Kópum, Kópavogi,
 • Fanndís Eva Friðriksdóttir, Vífli, Garðabæ,
 • Friðrik Sigurðsson, Mosverjum, Mosfellsbæ,
 • Guðmundur Ingi Óskarsdon, Einherjum/Valkyrjunni, Ísafirði,
 • Halldór Fannar Sveinsson, Vífli, Garðabæ,
 • Hjördís Þóra Elíasdóttir, Vífli, Garðabæ,
 • Jón Egill Hafsteinsson, Vífli, Garðabæ,
 • Jóna Katrín Eyjólfsdóttir, Eilífsbúum, Sauðárkróki,
 • Kristín Ósk Sævarsdóttir, Vífli, Garðabæ,
 • Salmar Már Salmarsson, Einherjum/Valkyrjunni, Ísafirði,
 • Sigurður Óli Traustason, Vífli Garðabæ,
 • Urður Björg Gísladóttir, Vífli, Garðabæ,
 • Valdís Huld Jónsdóttir, Hraunbúum, Hafnarfirði,
 • Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Fossbúum, Selfossi.

 

 

Nánari upplýsingar:

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar