Stefnumótun og stuðningur við skátafélögin í landinu

„Við erum að loka hringnum í skipulagsbreytingum hjá okkur, en þær eiga að tryggja meiri árangur í öllum þáttum starfsins,“ segir Hermann Sigurðsson framkvæmdasstjóri Bandalags íslenskra skáta (BÍS) aðspurður um starf skrifstofustjóra Skátamiðstöðvar sem auglýst var nýlega með umsóknarfresti til 4. október.
Reynsla af skátastarfi er ekki hindrun.

Reynsla af skátastarfi er ekki hindrun.

Sá sem ráðinn verður til starfans á að stýra öllum daglegum rekstri í kjarnastarfsemi Skátamiðstöðvarinnar og ekki síst þeim þáttum sem beinast að stuðningi við skátastarfið og skátafélögin í landinu. Einnig mun viðkomandi hafa yfirumsjón með stefnumótunarvinnu skáta og innleiðingu hennar, en ný stefna var sem kunnugt er samþykkt á síðasta skátaþingi og hefur að undanförnu verið unnið að útfærslu hennar innan stjórnar BÍS.

Hermann segir að þessi staða og auglýsing hennar sé í rökréttu framhaldi af ráðningum í störf framkvæmdastjóra fjáröflunarstarfs, þjónustufulltrúa Skátamiðstöðvar og verkefnisstjóra viðburða. Þegar stjórnandi Skátamiðstöðvar hefur tekið við eru mannaðir allir póstar og engin verkefni munaðarlaus. Allir framantaldir, auk hans og framkvæmdastjóri starfseminnar á Úlfljótsvatni munu að sjálfsögðu tryggja gott samstarf allra þátta í rekstrinum og leiða saman krafta sína í mörgum málum.  Auk þess er BÍS í forsvari fyrir Æskulýðsvettvanginn næstu tvö árin og sá póstur hefur einnig nýlega verið mannaður.

Eins og áður segir er umsóknarfrestur til 4. október og segir Hermann að þá strax verði farið að skoða umsóknir og hafa samband við umsækjendur.

 

Tengt efni:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar