SPEAK IT UP!

Námskeiðið SPEAK IT UP! verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 19.-23. apríl 2017. Námskeiðið er hluti af Young Spokesperson Training WOSM í Evrópu.

Markmið námskeiðsins er að gera skáta eins og þig öflugri í því að koma sinni skoðun á framfæri, auka sjálfsöryggi þeirra og stuðla að því að þeir geti óhræddir notið sín í sviðsljósinu.

Finnst þér áhugavert að:

·       Eignast alþjóðlega vini

·       Verða betri í framkomu

·       Eiga auðvelt með að koma skoðunum þínum á framfæri

·       Tala fyrir hönd skátahreyfingarinnar

·       Læra að nota mismunandi miðla

·       Skemmta þér subbu vel á Úlfljótsvatni með allskonar fólki

Ef svarið við einhverjum eða jafnvel öllum þessum spurningum er JÁ, þá er SPEAK IT UP! örugglega eitthvað fyrir þig, að sögn Liljar Más Þorbjörnssonar, meðlim í alþjóðaráði BÍS, en hann er í undirbúningshópi námskeiðsins.

Væntanlegir þátttakendur á SPEAK IT UP! eru skátar frá 18 evrópulöndum, auk þess sem leiðbeinendur munu verða frá Bretlandi, Frakklandi, Íslandi og Belgíu.

Ef þú ert á aldrinum 18 – 24 ára skaltu ekki hika við að sækja um að taka þátt, því takmarkað pláss eru í boði fyrir Íslendinga á námskeiðinu.

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar og umsóknir skulu sendar á Júlíus í Skátamiðstöðinni á netfangið julius@skatar.is eða með því að fylla út umsóknareyðublaði sem finna má hér.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar