Söngur og alvöru kökur

Skátagildin á Íslandi áttu samverudag síðastliðinn sunnudag en þá var St. Georgsdagurinn haldinn hátíðlegur.  Kópavogsgildið hafði umsjón með dagskránni og fékk það afnot af húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi sem óneitanlega gaf samkomunni skemmtilega umgjörð.
Köku- og framreiðslumeistarar

Köku- og framreiðslumeistarar

Fulltrúar Hjálparsveitarinnar sýndu Björgunarmiðstöðina og fræddu um starf sveitarinnar.  Skemman hefur verið gerð upp glæsilega og það voru stoltir hjálparsveitarmenn sem sýndu húsnæðið. Ásta Ágústsdóttir djákni í Kópavogskirkju var fengin til að ávarpa gesti og Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari Skátagildanna á Íslandi flutti St. Georgsboðskapinn sem að þessu sinni kom frá Danmörku. Að venju var sungið og hlegið en keppni á milli borða um þekkingu á nýjum og gömlum hugtökum vöktu mikla kátínu, ekki síst fyrir hugmyndaríkar tillögur gildisskáta.

Boðið var upp á veitingar og þær ekki af verri endanum.  „Það besta við þessar samkomur er að það eru alvöru kökur,“ sagði einn gestanna, en félagar í Kópavogsgildinu höfðu veg og vanda að veitingum.

Fleiri ljósmyndir sem Gauti Torfason tók er að finna í myndaalbúmi á Facebooksíðu okkar og í öðru myndaalbúmi eru myndir frá Guðna Gíslasyni

Nánari upplýsingar um Skátagildin á Íslandi má finna á vefsíðu þeirra  og þar er einnig að finna upplýsingar um Georgsdaginn 

 

Gestir fengu góða kynningu á björgunarmiðstöðinni

Gestir fengu góða kynningu á björgunarmiðstöðinni

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar