Sólheimastuð og friðarsöngur hjá Skátakórnum

Harpan og Hraunbyrgi verða áfangastaðir Skátakórsins um næstu helgi. „Alltaf líf og fjör í Skátakórnum,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson oddviti Skátakórsins.

Eftir viku, sunnudaginn 22. febrúar, syngur kórinn á tveimur stöðum. „Við byrjum daginn á hádegi í Hörpunni á kórahátíðinni Reykjavik Peace Festival, skellum okkur svo í Hafnarfjörðinn klukkan 14 og samgleðjumst Hraunbúum á 90 ára afmæli félagsins og þjótum svo aftur í Hörpuna þar sem við syngjum bæði ein og með 700 öðrum kórsöngvurum í þágu friðar,“ segir hinn tónelski leiðtogi Skátakórsins.

Í dag er Skátakórinn á Sólheimum og hefur verið þar við æfingar frá því í morgun. Nú eftir hádegið söng kórinn við skátamessu í kirkjunni á Sólheimum í tilefni 30 ára skátastarfs á Sólheimum.  Sigurður Viktor segir að kórinn hafi lengi haft sterk tengsl við staðinn og það góða fólk sem þar býr. Hann átti von á að kórinn myndi gefa vel af sér og raddböndin ættu að vera verða orðin vel heit eftir æfingar frá því í morgun.

 

 

Tengdar síður:  Reykjavík Peace Festival  http://www.reykjavikpeacefestival.com/

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar