Sumar-Gilwell var haldið helgina 24. -26. ágúst þar sem 17 þátttakendur luku 1. og 2. skrefi Gilwell leiðtogaþjálfunar.  Á  Sumar-Gilwell  er fræðslan styrkt með upplifun af skátastarfi.  Auk þess að fræðast um gildi, aðferðir og markmið skátastarfs fengu þátttakendur að upplifa skátaævintýrið á eigin skinni þar sem þeir byggðu sér tjaldbúð og unnu saman í flokkum.
Óhætt er að segja að námskeiðið hafi heppnast vel og voru leiðbeinendur og þátttakendur alsælir með námskeiðið.
Næstu námskeið í 1. og 2. skrefi verða haldin í Lækjarbotnaskála í febrúar, þar sem við munum halda áfram að tvinna saman fræðslu og gleði skátastarfsins, nánari tímasetning síðar.