Sóknarhugur í Skátamiðstöðinni

„Það eru aukin umsvif og áherslubreytingar í rekstri Skátamiðstöðvarinnar sem liggja að baki þessum auglýsingum,“ segir Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri en á vef skáta hafa fjögur störf verið auglýst og margir velt fyrir sér hvaða breytingar séu á döfinni.

IMG_0185Starfsmennirnir fjórir bætast í hóp sex annarra starfmanna. Auk Hermanns munu starfa þar eftir þessar breytingar Dagbjört Brynjarsdóttir, fræðslu- og dagskrárstjóri, Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri, Hanna Guðmundsdóttir, bókari, Sonja Kjartansdóttir sem sér um bókhald og Jón Ingvar Bragason sem er framkvæmdastjóri World Scout Moot (WSM)

Framkvæmdastjóri fjáröflunarstarfs

Ráðinn verður framkvæmdastjóri í allan fjáröflunarrekstur skáta og sér hann um Græna skáta, en haldið er um þann rekstur í nafni Þjóðþrifa og þar hafa umsvif aukist. Einnig mun framkvæmdastjóri sjá um rekstur Skátabúðarinnar ehf., en þar standa yfir skipulagsbreytingar með sóknarhug að leiðarljósi.  Bendt H. Bendtsen hefur verið frá í ársbyrjun tímabundið í þessum verkefnu, en hverfur nú til annrra starfa.

Verkefnisstjóri Æskulýðsvettvangsins

Í framhaldi af því að BÍS tók við formennsku Æskulýðsvettvangsins af UMFÍ í byrjun árs færðist starfsmannahald  til skátanna.  Ragnheiður Sigurðardóttir sem var hjá Æskulýðsvettvangnum fór til annrra starfa hjá UMFÍ og því þarf að manna verkefnisstjórastöðuna.

Þjónustufulltrúi Skátamiðstöðvar

Þá er leitað eftir þjónustufulltrúa í Skátamiðstöð en Hanna Guðmundsdóttir sem gegndi  því fer í fullt starf sem bókari hjá BÍS. Aukin umsvif í rekstri BÍS og dótturfélaga hafa leitt til þess að stækka þurfti stöðugildi bókarans.

Verkefnastjóri viðburða og landsmótsstjóri

Undirbúningur vegna Landsmóts skáta er að fara á fullt og þarf því að ráða starfsmann í fullt starf. Elsí Rós Helgadóttir  sem ráðin var tímabundið í fimm mánuði lauk ritun Handbókar fyrir Landsmót skáta og ákvað þar að láta staðar numið.

Og þá er bara að sækja um

Störfin eru auglýst á vefnum Skátamál

  1. Framkvæmdastjóri Þjóðþrifa og annarra fjáröflunarverkefna
  2. Verkefnastjóri Æskulýðsvettvangsins
  3. Þjónustufulltrúi Skátamiðstöðvar
  4. Verkefnastjóri viðburða – Landsmótsstjóri

 Verkefnastaðan til skoðunar

Hermann segir að annríki í Skátamiðstöðinni sé mikið og því sé mikilvægt að fá inn öfluga starfsmenn sem hafa gaman af að láta hlutina gerast.  Hann hefur ásamt stjórn BÍS verið að skoða verkefnastöðu Skátamiðstöðvarinnar til að meta álag og bestan framgang verkefna.  Horft er á heildarmyndina út frá áherslum í stefnumótun skáta og er til skoðunar að ráða starfsmann í nýja stöðu, en þær stöður sem nú hafa verið auglýsingar voru allar til áður, þó áherslur séu lítillega breyttar.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar