Skundum nú á Skátaþing

Skátaþing verður haldið um helgina og er þéttskipuð dagskrá á þessu þingi sem ber yfirskriftina „í takt við tímann“. Gert er ráð fyrir um 160 þátttakendum og einnig má búast við að margir líti við á laugardeginum þar sem þingið er haldið á höfuðborgarsvæðinu, í Snælandsskóla í Kópavogi.

Þingið verður sett á föstudag 4. apríl kl. 18:30 og í framhaldi taka við aðalfundarstörf.  Aðalfundur mun taka afstöðu til mannréttindamála því fyrir fundinum liggja yfirlýsingar um frið og mannréttindi, og sérstök yfirlýsing liggur fyrir um stöðu hinsegin fólks í Úganda.
Þá verður nýtt skátafélag kynnt til sögunnar en það er skátafélagið Selirnir á Seltjarnarnesi, en það var stofnað fyrir tveimur dögum síðan, 1. apríl sl.
Tillögur um nýtt skátaheit
Fyrir aðalfundi liggja einnig tillögur um breytingar á lögum Bandalags íslenskra skáta (BÍS). Tvær tillögur um nýtt skátaheit liggja fyrir, en á liðnum árum hefur verið nokkur umræða um það meðal skáta.  Kosið verður til ungmennaráðs í fyrsta sinn, en formaður þess er sjálfkjörinn í stjórn BÍS.  Þá er kosið í stöðu formanns upplýsingaráðs, en aðstoðarskátahöfðingi og formaður alþjóðaráðs eru sjálfkjörnir.
Útsend gögn fyrir þingið hafa verið gerð aðgengileg á netinu og þar má sjá betur fjölbreytt verkefni þingsins:
:: Ársskýslan 
:: Almenn gögn
 • Drög að dagskrá Skátaþings
 • Drög að skýrslu stjórnar
 • Drög að ársreikningi
 • Fjárhagsáætlun og tillaga að árgjaldi skátafélaga til BÍS
 • Drög að starfsáætlun BÍS til fimm ára
 • Tillögur frá skátafélögum, stjórn BÍS, ráðum þess og nefndum
 • Kynning á frambjóðendum
 • Ályktun um frið og mannréttindi
 • Greinagerð með lagabreytingartillögu um skátaheit
 • Tillaga að aðild skf. Radíóskáta og skf. Sólheima
 • Tillaga stjórnar BÍS að nýju lagasafni
 • Tillaga sameiningarheitið – skátaheit
 • Tillaga skátaheit
 • Greinagerð með tillögum stjórnar
 • Grunngildi – tillaga og greinargerð
:: Lagabreytingar
 Vinnustofur og umræðuhópar á laugardag
Á laugardagsmorgni er málefnavinna sem hefst með opnunarræðu sem Nina Fleck heldur en hún situr í Evrópustjórn skátahreyfingarinnar (WAGGGS).  [ væri gaman að fá að vita meira um þess ræðu ]
Síðan taka við vinnustofur og önnur málefnavinna, en meðal dagskrárliða er:
 • Opinn fundur með Nina Fleck.
 • Landsmót skáta –  staðsetning, tíðini og þjónusta.
 • Hvernig geta skátar verið grænni?
 • Stuðningur við stjórnir skátafélaga.
 • Landsmót skáta árið 2014
 • Heitur pottur skátastarfs – umræðurhópar
 • Kynningar / tilkynningar frá skátafélögum og hópum (30 mín)
 • Úlfljótsvatn
 • Rödd ungra skáta
Undir kvöld á laugardag verða lagabreytingatillögur afgreiddar og þingsályktanir sem bornar hafa verið upp.
 Grænt þing
Jón Ingvar Bragason viðburðastjóri skáta segir að skátar vilji leggja sitt af mörkum til umhverfisins og að þetta þing sé grænasta skátaþingið frá upphafi. „Öll gögn fyrir þingið verða í „grænu skýi“ sem keyrir á innlendri endurnýjanlegri orku. Í aðföngum og búnaði sem notað er á þinginu verður græn hugsun í fyrirrúmi og einnig með að lágmarka allan úrgang frá þinginu“.
Praktískt fyrir þinggesti
Skráning og mótttaka þinggesta verður frá kl. 18:00 í Snælandsskóla, Víðigrund 7, 200 Kópavogur. Gengið inn til móts við Furugrund (Snæland videó). Athugið að næg bílastæði eru hjá Leikskólanum Furugrund hjá Fagralundi (HK) og við Víðigrund.
Starfsmenn þingsins minna á að nauðsynlegt sé að skila inn kjörbréfi fyrir upphafi skátaþings. Hægt er að fylla út kjörbréf á staðnum. Félagsforingi eða staðgengill hans með umboð þarf að staðfesta kjörbréf við upphaf Skátaþings.
 Tengdar síður:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar