Skátaþing var haldið 6. og 7. apríl í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gestgjafar okkar voru Landnemar og við þökkum þeim kærlega fyrir!
Léttur andi var yfir hópnum og heppnaðist þingið mjög vel.
Á þinginu var kosið í nefndir og ráð, ásamt því að kosið var í nýja stjórn.

Fundargerð Skátaþings verður birt á Skátamálum innan skamms.

Kosið var í nýja stjórn og hana skipa Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi,
Dagmar Ýr dóttir, aðstoðarskátahöfðingi og formaður félagaráðs,
Liljar Már Þorbjörnsson, formaður alþjóðaráðs,
Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður dagskrárráðs,
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir , formaður fjármálaráðs,
Björk Norðdahl, formaður fræðsluráðs,
Berglind Lilja Björnsdóttir, formaður ungmennaráðs,
og Jón Egill Hafsteinsson, formaður upplýsingaráðs.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um nýja stjórn og starfsemi hennar.

Hér má nálgast helstu upplýsingar um ráð og nefndir BÍS.