Skátaþing 2018

 

Skátaþing verður haldið dagana 6.-7 apríl í Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík.

Til þess að skátafélög hafi atkvæði á Skátaþingi þurfa þau að skila eftirtöldu til Skátamiðstöðvarinnar fyrir 1. mars.

ath. Í tölvupósti til félagsforingja 5. febrúar gaf stjórn BÍS frest til skila og þarf því að vera búið að skila öllu fyrir 6. mars.

  • Félagatali (nóg er að senda staðfestingu í tölvupósti um að allt sé rétt í félagatalinu á vefnum)
  • Ársskýrslu síðasta starfsárs
  • Gildandi lögum
  • Starfsáætlun næsta starfsárs
  • Ársreikningum síðasta starfsárs
  • Undirritaðri heimild til BÍS til að kanna sakaskrá allra félaga 18 ára og eldri. (skjalið má finna hér og hver og einn þarf að undirrita sitt blað og þeim þarf síðan að skila til Skátamiðstöðvarinnar)
  • Félagsgjaldi (greiðsluseðlar verða sendir út í byrjun mars eftir að félagatölur liggja fyrir 6. mars 2018)

Enn eiga nokkuð mörg skátafélög eftir að skila þessum gögnum og vil ég hvetja ykkur til þess að gera það eigi síðar en á mánudaginn. Helst viljum við í Skátamiðstöðinni fá þessi gögn rafrænt í netfangið skatar@skatar.is nema sakaskrárheimildina sem þarf að vera á pappír.

Kjörbréfi þarf að skila inn fyrir setningu þing 30. mars 2018.

 

Upplýsingar

 

 

Skráning þingfulltrúa og allra þeirra er ætla að sækja þingið fer fram á https://skatar.felog.is/ og skal lokið í síðasta lagi 30. mars 2018.

Ef einhver er í vandræðum með skráningu má hafa samband við Skátamiðstöðina og við aðstoðum við skráningu