Skátaþing 2016

SKÁTAÞING 2016 verður haldið dagana 11. og 12. mars 2016 í Varmárskóla í Mosfellsbæ, og hefst með setningu kl. 18:30 föstudaginn 11. mars og lýkur sunnudaginn 13. mars kl. 15:00.

Dagskrá þingsins er skv. 20. grein laga BÍS, en einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á á greinum 16-20 í lögum BÍS sem fjallar um Skátaþing.

Við undirbúning þingsins verður lögð áhersla á að virkja alla þátttakendur. Til þess að þetta megi takast sem best er nauðsynlegt að skráning þátttakenda berist tímanlega og eigi síðar en 4. mars, svo sem lögboðið er. Munið að allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétti. Skátafélög eru hvött til þess að vekja athygli sinna skáta á þinginu.

Þátttökugjald er kr: 3.500,-, innifalin eru þinggögn, léttur hádegisverður laugardag og sunnudag og kaffi á meðan á þingi stendur

Upplýsingar

Fundargerð Skátaþings 2016

Fundarboð 2016

 

Tilkynningar

4. mars 2016

 

Skátafélagið Mosverjar mun standa fyrir kvöldskemmtun að loknu Skátaþingi í Hlégarði í Mosfellsbæ fyrir 20 ára og eldri.

:: Smellið hér til að sjá auglýsingu.

3. mars 2016

Áminning vegna Skátaþing 2016 – sent á félagsforingja, stjórnir og starfsmenn skátafélaga 

Við minnum á að allir sem ætla að mæta á Skátaþing 2016 þurfa að skrá sig á þingið www.skatar.is/vidburdaskraning  í síðasta lagi 4. mars 2016.

Kjörbréf skátafélaga (má finna með því að smella hér) þarf að skila inn fyrir þingsetningu kl. 18:30 þann 11. mars. Mikilvægt er að allir þeir sem eru skráðir sem aðal- eða varafulltrúar séu skráðir á þingið.

Til þess að skátafélög hafi atkvæði á Skátaþingi þurftu þau að skila eftirtöldu til Skátamiðstöðvarinnar fyrir 1. mars.

 • Félagatali (nóg er að senda staðfestingu í tölvupósti um að allt sé rétt í félagatalinu á vefnum)
 • Ársskýrslu síðasta starfsárs
 • Gildandi lögum
 • Starfsáætlun næsta starfsárs
 • Ársreikningum síðasta starfsárs
 • Undirritaðri heimild til BÍS til að kanna sakaskrá allra félaga 18 ára og eldri. (skjalið má finna hér og hver og einn þarf að undirrita sitt blað og þeim þarf síðan að skila til Skátamiðstöðvarinnar)
 • Félagsgjaldi (greiðsluseðlar verða sendi út í næstu viku með eindaga 8. mars)

Ef spurningar vakna vegna þessa gagna eru félagsforingjar beðnir um að hafa samband við julius@skatar.is

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við undirritaða.

Dagbjört Brynjarsdóttir, dagga@skatar.is

26. febrúar 2016

Til skátafélaga og væntanlegra þingfulltrúa á Skátaþingi 2016

Gögn þau sem stjórn BÍS á samkvæmt lögum BÍS á að senda félagsforingjum og kynna minnst 2 vikum fyrir Skátaþing hafa verið sett inn á vef þingsins http://skatamal.is/skatathing-2016/

Ég vil hvetja skáta til þess að kynna sér þessi gögn og koma vel undirbúnir til Skátaþings 2016.

ES: Því miður náðist ekki að ljúka gerð ársreiknings BÍS í dag, en gert er ráð fyrir að hann muni koma inn á vefinn á mánudag.

26. febrúar 2016

Til þeirra sem vilja kynna áhugaverða hluti á Skátaþingi 2016

Á Skátaþingi 2016 verða fjölmargir möguleikar til þess að koma á framfæri áhugaverðu efni til þingfulltrúa.

Sérstaklega viljum við benda á að unnt er að fá aðstöðu til þess að setja upp „kynningarbás“ og einnig er dagskrárliður á laugardag þar sem unnt er að vera með stutta kynningu í þingsal.

Einnig er ennþá unnt að óska eftir að áhugaverð málefni verði tekin til umfjöllunar í umræðuhópum þingsins.

Þeir sem áhuga hafa á að setja upp kynningarbás eru beðnir að hafa samband við sigurlaug@skatar.is sem fyrst svo unnt sé að taka frá pláss.

Þeir sem hafa áhuga á þvi að taka til máls í dagskrárliðunum „kynnningar“ eru beðnir að hafa samband við julius@skatar.is sem fyrst svo hægt sé að áætla hvað þessi dagskrárliður muni taka langan tíma.

Einnig eru þeir sem óska eftir að ákveðið efni verði tekið fyrir í umræðuhópi beðnir að hafa samband við julius@skatar.is sem fyrst.

26. febrúar 2016

Til félagsforingja og starfsmanna skátafélaga

Skátaþing verður sett föstudaginn 11. mars kl. 18:30 í Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Til þess að skátafélög hafi atkvæði á Skátaþingi þurfa þau að skila eftirtöldu til Skátamiðstöðvarinnar fyrir 1. mars.

 • Félagatali (nóg er að senda staðfestingu í tölvupósti um að allt sé rétt í félagatalinu á vefnum)
 • Ársskýrslu síðasta starfsárs
 • Gildandi lögum
 • Starfsáætlun næsta starfsárs
 • Ársreikningum síðasta starfsárs
 • Undirritaðri heimild til BÍS til að kanna sakaskrá allra félaga 18 ára og eldri. (skjalið má finna hér og hver og einn þarf að undirrita sitt blað og þeim þarf síðan að skila til Skátamiðstöðvarinnar)
 • Félagsgjaldi (greiðsluseðlar verða sendi út í næstu viku með eindaga 8. mars)

Enn eiga nokkuð mörg skátafélög eftir að skila þessum gögnum og vil ég hvetja ykkur til þess að gera það eigi síðar en á mánudaginn. Helst viljum við í Skátamiðstöðinni fá þessi gögn rafrænt í netfangið julius@skatar.is nema sakaskrárheimildina sem þarf að vera á pappír.

23. febrúar 2016

Stjórn BÍS leggur til að skátaþing 2016 verði tveggja daga þing. Þingið verður sett föstudaginn 11. mars kl. 18:30 og stefnt er að þingslitum kl. 18:00 á laugardag. Tillaga þessi er sett fram með tilliti til umræðna á félagsforingjafundi 13. febrúar 2016.

Þinggögn

Drög að dagskrá Skátaþings 2016

Kjörbréf skátafélaga

Tillaga til lagabreytinga

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

Drög að skýrslu stjórnar BÍS

Ársskýrsla BÍS 2015

Jamboree 2015, skýrsla

Skýrsla Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni

Ársreikningur BÍS 2015

Fjárhagsáætlun BÍS 2016-2017

Tillaga að árgjaldi skátafélaga til BÍS

Dög að starfsáætlun BÍS til fimm ára

Kynning á frambjóðendum í kjöri á Skátaþingi 2016

Kynning á frambjóðendum til stjórnar BÍS

Constitutions Committee’s Comments

 

Auglýsingar og kynningar

Skráning

Skráning þingfulltrúa fer fram á www.skatar.is/vidburdaskraning  og skulu þingfulltrúar hafa skráð sig eigi síðar en 4. mars 2016.  Rétt er að ítreka það að allir skátar sem hyggjast taka þátt í þinginu skulu skrá þátttöku sína. Allar nánari upplýsingar veitir Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri BÍS.