Skátasýning á Amtsbókasafninu

syning-amtsbokasafn003Í tengslum við Landsmót skáta á Akureyri dagana 20. – 27. júlí 2014 hefur Amtsbókasafnið sett upp sýningu á munum tengdum skátastarfi á Akureyri.  Áherslan á sýningunni er á eldri skátabúninga og útilegudót, en af munum má sjá hve skátastarfið hefur breyst mikið í tímans rás.

Formleg opnun sýningarinnar er á setningardegi Landsmótsins 20. júlí og eru allir gamlir skátar sérstaklega velkomnir þann dag. Lokið var við að setja sýninguna upp nú í vikunni og er hún þegar opin á afgreiðslutíma safnsins.

Eldri skátar á Akureyri unnu að söfnun munanna og höfðu af nægu að taka, en skátastarf á Akureyri hófst árið 1917. Í upphafi voru félögin tvö. Skátafélag Akureyrar var fyrir drengi og  Kvenskátafélag Akureyrar fyrir stúlkur, en árið 1986 voru þau sameinuð í eitt félag undir nafninu skátafélagið Klakkur.

Á  Akureyri starfa tvö Gildi fyrir eldri skáta og auk þess á björgunarsveitin á Akureyri sterkar rætur í skátahreyfingunni en um langt árabil starfaði Hjálparsveit skáta á Akureyri eða þar til björgunarstarf var sameinað í björgunarsveitina Súlur.

Skoða fleiri myndir

Margvíslegir munir tengdir útivist eru til sýnis.

Margvíslegir munir tengdir útivist eru til sýnis.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar