Dagskrárvefurinn

form_2jadalka-verkefnavefurinn

Dagskrárvefur skáta er stoð og stytta skátaforingjans í skátastarfinu. Þar er að finna urmul af góðum verkefnum sem hægt er að skoða út frá margvíslegum sjónarhornum.

Hægt er að leita eftir verkefnum fyrir ákveðna aldurshópa, ákveðin viðfangsefni, hópastærð, tímalengd, árstíð, staðsetningu og innan þroskasviðanna fimm.

:: Skoða dagskrárvefinn
Eldri dagskrárvefur

Smelltu á tengilinn hér að neðan til að skoða eldri útgáfu dagskrárvefsins.

:: Skoða eldri dagskrárvef

Ert þú með hugmynd?

Ef þú ert með verkefni sem þér finnst skemmtilegt og aðrir foringjar geta notast við viljum við endilega fá það sent til að setja inn á vefinn.

Mundu að taka fram hvernig vinna á verkefnið, hvaða áhöld þarf og annað sem þér finnst skipta mál við úrvinnslu verkefnisins. Reyndu að hafa textann eins almennan (þannig að allir skátar skilji leiðbeiningarnar, ekki aðeins fólk úr þinni sveit) og aulaheldann og hægt er. Ef þú átt myndir af skátunum að leysa verkefnið eða aðrar skýringarmyndir þá skaltu endilega senda okkur þær líka. Því meiri upplýsingar því betra!

Við hlökkum til að heyra frá þér!

:: Senda inn verkefni