Hvatakerfið

Markmiðið með notkun hvatakerfisins er að sýna framfarir einstaklingsins sem fela í sér aukna reynslu, hæfni og þroska. Hvatakerfið er byggt með þarfir hvers aldursstigs í huga og því eru hvatatákn afhent mjög ört á yngri aldursstigum en sífellt sjaldnar eftir því sem skátinn eldist.

Hvatakerfinu er ætlað að vekja athygli á vel heppnuðum verkefnum og hvetja skátana í starfi. Þrátt fyrir að dagskráin geri ráð fyrir sérstöku hvatakerfi má aldrei gleyma því að jákvæð athygli, hvatning og hrós frá foringja skiptir skátana afar miklu máli. Framfarir einstaklings fela í sér aukna reynslu, hæfni og þroska. Dagskrárkerfið byggir á verkefnum sem valin eru með hliðsjón af þeim markmiðum sem unnið er að á hverjum tíma. Vinnu að þessum markmiðum er ætlað að stuðla að auknum líkams-, vitsmuna-, tilfinninga-, félags-, persónu- og andlegum þroska skátanna. Hvatakerfinu er ætlað virka sem verðlaun fyrir að standa sig vel og sinna því af kostgæfni að taka framförum.

Nánar má sjá um útfærslu hvatakerfisins fyrir hvert aldursstig hér að neðan.

Drekaskátar | 7-9 ára

Að loknu nýliðatímabilinu og vígslu er drekaskátinn kominn með gula klútinn sinn og drekaskátamerki með bronsrönd aftan á klútinn. Eins og segir hér að ofan vinnur drekaskátinn að því að auka hæfni sína, reynslu og þroska og haldið er utan um leik og störf drekaskátans í hvatakerfinu sem byggir á límmiðum sem safnað er í Drekaskátabókina og merkjum sem skátarnir bera á klútnum.

Fyrir hvert áfangamarkmið sem skátinn setur sér fær hann límmiða í bókina sína. Þegar skátinn hefur fengið um það bil 25 límmiða fær drekaskátinn nýtt merki, þ.e. skiptir út drekaskátamerki með bronsrönd fyrir merki með silfurrönd og síðar merki með gullrönd.

Fálkaskátar | 10-12 ára

Að loknu nýliðatímabilinu og vígslu er Fálkaskátinn kominn með vínrauðann klút og fálkaskátamerki með bronsrönd aftan á klútinn. Þannig er merkið vegvísir sem segir á hvaða leið skátinn er.

Hvatakerfi fálkaskáta byggir á límmiðum sem þeir safna í fálkaskátabókina sína. Fyrir hvert áfangamarkmið sem skátinn setur sér fær hann límmiða í bókina sína. Þegar skátinn hefur fengið um það bil 29 límmiða fær fálkaskátinn nýtt merki, þ.e. skiptir út fálkaskátamerki með bronsrönd fyrir merki með silfurrönd og síðar merki með gullrönd.

 

Dróttskátar | 13-15 ára

Að loknu nýliðatímabilinu og vígslu er dróttskátinn kominn með græna klútinn sinn og dróttskátamerki með bronsrönd aftan á klútinn. Eins og segir hér að ofan vinnur dróttskátinn að því að auka hæfni sína, reynslu og þroska. Haldið er utan um framfarir skátans með límmiðum sem safnað er í Dróttskátabókina og merkjum sem skátarnir bera á klútnum.

Fyrir hvert áfangamarkmið sem skátinn setur sér fær hann límmiða í bókina sína. Þegar skátinn hefur fengið um það bil 29 límmiða fær dróttskátinn nýtt merki, þ.e. skiptir út dróttskátamerki með bronsrönd fyrir merki með silfurrönd og síðar merki með gullrönd.

 

Rekkaskátar | 16-18 ára

Hvatakerfi rekkaskáta er ætlað virka sem persónulegt aðhald til að standa sig vel og sinna því að kostgæfni að taka framförum.
Að loknu nýliðatímabilinu og vígslu er rekkaskátinn kominn með blá klútinn sinn og rekkaskátamerki á klútinn. Merkið vegvísir sem segir á hvaða leið skátinn er.
Hvatakerfi rekkaskáta byggir ekki á tíðri umbun eins og á yngri aldursstigum heldur að ná settu lokatakmarki sem er að taka á móti Forsetamerkinu á Bessastöðum.
Kröfur fyrir Forsetamerkið
Lokatakmark skátastarfs Rekkaskátans er að fá Forsetamerkið og leiðin þangað á að vera gefandi og þroskandi fyrir rekkaskátann. Ólíkt drekaskátum, fálkaskátum og dróttskátum þá er lítið gert úr sýnilegum táknum á búning á vegferðinni að Forsetamerkinu en eftir að skáti hefur fengið forsetamerkið þá ætti hann að bera það stoltur á hátíðarbúning sínum það sem eftir er.
Athugið að rekkaskátar þurfa að skrá sig í vegferðina við upphaf hennar til að fá vegabréfið og þar með halda af stað í ferðalagið. Hægt er að hafa samband við Skátamiðstöðina og dagskrárráð varðandi skráningu.

Eftirtalið þarf að uppfylla til að fá Forsetamerki:

  • Rekkaskátinn þarf að hafa verið í virku skátastarfi í a.m.k. tvö ár
  • Skátastarf rekkaskátans þarf að innihalda fjölbreytileika þar sem reynt er á mismunandi þroskasvið skátans og hann augljóslega að kanna ný svið og vinna að persónulegum áskorunum.
  • Rekkaskátinn þarf að skrá vegferð sína í sérstakt Vegabréf og skila til fræðslustjóra í Skátamiðstöðina, þar sem Dagskrárráð fær hana til yfirlestrar og samþykkis.
  • Ferilskráningarbók er skilað aftur til eiganda að mati loknu.

:: Hér má finna nánari útfærslu á Vegabréfinu og þeim verkefnum/áskorunum sem rekkaskátinn þarf að útfæra til þess að geta sótt um Forsetamerkið.

Athugið að rekkaskátar verða að sækja sérstaklega um að fá Forsetamerkið og er hægt að hafa samband við BÍS varðandi umsókn. Umsóknarfrestur og skilafrestur ferilskráningarbókar er ávallt auglýstur sérstaklega.

Róverskátar | 19-22 ára

Við vígslu fá róverskátar afhent fyrra merki róverskáta og róverstaf sem er táknrænn fyrir það að skátinn er að hefja ferðina sem er þema þessa aldursstigs. Þegar skátinn hefur ferðina að þá er hann boðinn velkomin með sérstakri athöfn á vegum róversveitarinnar. Þar velur Róverskátinn sér markmiðin sem hann vinnur að næstu þrjú árin og skrifar undir samning um starfið sem sveitarforingi staðfestir. Að því loknu fær róverskátinn afhentan Róverstafinn og merki með táknmynd aldursstigsins. Þegar Róverskáti hefur unnið að helmingi markmiða þá getur hann hafið vinnu að lokatakmarkinu og fær til marks um það afhentan sérstakan skjöld ástafinn. Þegar vinnu að öllum markmiðum er lokið fær hann að taka þátt íkveðjuathöfn róversveitarinnar sem tákn um að Róverskátinn sé tilbúinn að takast á við lífið upp á eigin spýtur.

Hvatt er til að róverskátar taki sérpróf.

Róverskáti heldur ,,Ferilskrá” þar sem ritað er í að lágmarki markmiðin, verkefni, dagsferðir, útilegur/mót og önnur verkefni. Árangursmat markmiða; Kvittanir og dags. Ferilskrá á að rita í sérstaka bók sem er vatnsheld þannig að hún á að þola mikinn ágang.