Skátarnir eru hamingja …

„Skátarnir hafa þennan hópanda . Ég féll strax inn í hópinn“, er meðal þess sem skátar segja þegar þeir eru beðnir um að lýsa því hvernig er að vera í skátunum og hvernig var að byrja. Hvað er svona merkilegt við að vera skáti?

Á landsmóti skáta í sumar var tækifærið notað og tekin viðtöl við skáta. Nú er búið að klippa þau saman og gera aðgengileg.

Skátarnir eru ánægðir með að hafa byrjað og segja vera tekið vel á móti sér.  „Mjög fínt að hafa eignast vini í skátunum,“ segir einn og annar skáti segir „Ég er búin að eignast marga vini. Gerir mann glaðan“.  Sum taka djúpt í árinni:  „Skátarnir eru hamingja – skátarnir eru fjölskylda manns“.

En leyfðu nú bara augum og eyrum að njóta og ýt á play!

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar