Skátar stækka sjóndeildarhringinn með norrænu samstarfi

Góð stemning er á norrænu skátaþingi sem nú stendur yfir í Hörpu.  Markmiðið er að efla samstarf skáta á norðurlöndum og hvernig megi nýta betur sameiginlegu viðburði, mót og námskeið renna þannig styrkari stoðum undir skátastarfið. Sóknarfærin eru mikil því starfandi skátar á norðurlöndum eru um 200 þúsund.
Forseti Íslands ávarpaði þingið. Hér í fremstu röð eru Bragi Björnsson, skátahöfðingi, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ísland, Jón Þór Gunnarsson, formaður alþjóðaráðs skáta og Fríður Finna Sigurðardóttir, aðstoðarskátahöfðingi.

Forseti Íslands ávarpaði þingið. Hér í fremstu röð eru Bragi Björnsson, skátahöfðingi, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ísland, Jón Þór Gunnarsson, formaður alþjóðaráðs skáta og Fríður Finna Sigurðardóttir, aðstoðarskátahöfðingi.

Norrænu skátaþingin eru haldin á þriggja ára fresti og til þessa þing koma þátttakendur frá 12 skátabandlögum í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.  150 skátar taka þátt í þinginu.  Bandalag íslenskra skáta heldur utan um þinghaldið að þessu sinni.

Framtíðaráherslur skáta sem unnið er með á þinginu eru í meginatriðum þrjár. Í fyrsta lagi að skátar hitti skáta og  efla þannig skilning skáta á ólíkri menningu og víkka sjóndeildarhring þeirra;  í öðru lagi að styrkja samskipti milli skátabandalaga til að auðvelda þeim að takast á við síbreytileg úrlausnarefni og í þriðja lagi er vilji til að efla samfélagsþátttöku skáta og að skátar láti til sín taka í umræðu um óskir og þarfir ungmenna.

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði þingið í morgun og náði hann vel til áheyrenda. Hann ræddi gildi skátastarfs og forvarna og hvernig skátarnir í samstarfi við önnur æskulýðsfélög hafa náð gríðarlegum árangri með sameiginlegu átaki á Forvarnardaginn, en þar hefur sýnt sig að þátttaka í skipulögðu æskulýðsstarfi vegur þungt.

Fjölmargar vinnustofur eru þessa dagana í Hörpu.

Fjölmargar vinnustofur eru þessa dagana í Hörpu.

Sérstakir gestir þingsins eru formenn evrópustjórna skáta Andrea Demarmels frá World Organization of the Scout Movement (WOSM) og Corinna Hauri frá World Association of Girl Guides and Girl Scouts  (WAGGGS). Rætt verður um hvernig stefnurþessara tveggja heimshreyfinga skáta tengjast skátum á norðurlöndum.

Íslenskir skátar hafa farið með formennsku í norrænu samstarfi skáta frá 2012 en danir munu taka við kyndlinum á þessu þingi.

IMG_7660 IMG_7666 IMG_7640 IMG_7590

Nánari upplýsingar:

 

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar