Skátar fara í samstarf við Strætó

Skátarnir lýstu áhyggju sínum fjölmiðlum Í gær um að erlendir skátar ættu í erfiðleikum með að ferðast um höfuðborgarsvæðið fyrir og eftir skátamótið World Scout Moot. Skátarnir hafa átt gott samtal við Strætó síðustu daga og telst þetta verkefni leyst. Í kjölfarið gaf Strætó út eftirfarandi yfirlýsingu:

„Fjöldi er­lendra skáta kem­ur til lands­ins til að taka þátt í alþjóðlega skáta­mót­inu World Scout Moot sem fram fer hér á landi í lok mánaðarins.Strætó og Skátahreyfingin munu í sameiningu gera sitt besta til þessa að tryggja að leiðakerfi Strætó standist álagið af auknum fjölda erlendra gesta sem hyggjast nýta sér almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Strætó mun senda út aukavagna eftir bestu getu á þær leiðir þar sem álagið kann að vera sem mest. Fulltrúar Skátahreyfingarinnar munu á sama tíma reyna að dreifa álaginu í vagnana eins mikið og möguleiki sé fyrir hendi.  Um er að ræða stærsta skáta­mót sem fram hef­ur farið á Íslandi og stærsta mót á veg­um heims­hreyf­ing­ar­inn­ar fyr­ir þetta ald­urs­bil. Mótið hefst í Laug­ar­dals­höll þriðjudaginn 25.júlí og munu skátarnir gista í 11 skólum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.“

Við viljum þakka Strætó fyrir skjót viðbrögð og hlökkum til samstarfsins.

Munu skátar sprengja almenningssamgöngukerfi Reykjavíkurborgar?

Strætó býr sig undir komu skáta

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar